„Erum að leggja hart að okkur á æfingum og þetta eru vonbrigði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. desember 2019 16:18 Maguire þakkar Troy Deeney fyrir leikinn. vísir/getty Harry Maguire, varnarmaður og fyrirliði Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að hann og samherjar hans töpuðu 2-0 fyrir botnliði Watford fyrr í dag. „Við gáfum boltann of oft frá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Mér leið í fyrri hálfleiknum eins og við værum að fara vinna leikinn. Við áttum að skora í fyrri hálfleiknum. Við þurfum að gera betur gegn liðunum í neðri hlutanum sem verjast djúpt,“ sagði Maguire í leikslok. „Við vorum slakir á boltanum. Við stýrðum fyrri hálfleiknum og þeir ógnuðu ekkert. Við héldum þó boltanum ekki á nægilega miklum hraða og enduðum á því að missa hann. Þá sóttu þeir hratt. Við verðum að gera betur.“ FT Watford 2-0 Man Utd Nigel Pearson has his first win as Watford boss to boost his side's survival hopes.https://t.co/k1kUAiMI1Y#WATMUN#bbcfootballpic.twitter.com/QaiPcd2NCM— BBC Sport (@BBCSport) December 22, 2019 Jesse Lingard klúðraði algjöru dauðafæri í fyrri hálfleik er hann slapp einn í gegn. Maguire segir að hann viti manna best að hann hafi átt að gera betur. „Hann veit að hann á að skora. Þetta var stór möguleiki í leiknum. Fyrsta markið er mikilvægt. Ég klúðraði færi gegn Newcastle og við töpuðum. Hann klúðraði færi í dag en við höldum áfram. Við hefðum átt að vinna leikinn þrátt fyrir það en við gerðum það ekki.“ „Við vorum ekki nægilega góðir og við þurfum að bæta okkur. Það er eitthvað sem við getum ekki sett fingur á. Við erum að leggja hart að okkur á æfingum og þetta eru vonbrigði.“ David de Gea gerði hörmuleg mistök í fyrsta marki Watford en Maguire hefur ekki áhyggjur af Spánverjanum. „David er topp markvörður. Ég hef einungis verið hér í nokkra mánuði en hann er heimsklassamarkvörður. Við munum standa vörð um hann og á annan í jólum er ég viss um að hann muni verja frábærlega,“ sagði Maguire. It's fair to say @GNev2 could not believe what he was seeing there, watching David De Gea's error. Watch Super Sunday live on Sky Sports PL now pic.twitter.com/mVlxy7KubR— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 22, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir United tapaði gegn botnliðinu Manchester United varð af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðið tapaði fyrir Watford. 22. desember 2019 15:45 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Sjá meira
Harry Maguire, varnarmaður og fyrirliði Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að hann og samherjar hans töpuðu 2-0 fyrir botnliði Watford fyrr í dag. „Við gáfum boltann of oft frá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Mér leið í fyrri hálfleiknum eins og við værum að fara vinna leikinn. Við áttum að skora í fyrri hálfleiknum. Við þurfum að gera betur gegn liðunum í neðri hlutanum sem verjast djúpt,“ sagði Maguire í leikslok. „Við vorum slakir á boltanum. Við stýrðum fyrri hálfleiknum og þeir ógnuðu ekkert. Við héldum þó boltanum ekki á nægilega miklum hraða og enduðum á því að missa hann. Þá sóttu þeir hratt. Við verðum að gera betur.“ FT Watford 2-0 Man Utd Nigel Pearson has his first win as Watford boss to boost his side's survival hopes.https://t.co/k1kUAiMI1Y#WATMUN#bbcfootballpic.twitter.com/QaiPcd2NCM— BBC Sport (@BBCSport) December 22, 2019 Jesse Lingard klúðraði algjöru dauðafæri í fyrri hálfleik er hann slapp einn í gegn. Maguire segir að hann viti manna best að hann hafi átt að gera betur. „Hann veit að hann á að skora. Þetta var stór möguleiki í leiknum. Fyrsta markið er mikilvægt. Ég klúðraði færi gegn Newcastle og við töpuðum. Hann klúðraði færi í dag en við höldum áfram. Við hefðum átt að vinna leikinn þrátt fyrir það en við gerðum það ekki.“ „Við vorum ekki nægilega góðir og við þurfum að bæta okkur. Það er eitthvað sem við getum ekki sett fingur á. Við erum að leggja hart að okkur á æfingum og þetta eru vonbrigði.“ David de Gea gerði hörmuleg mistök í fyrsta marki Watford en Maguire hefur ekki áhyggjur af Spánverjanum. „David er topp markvörður. Ég hef einungis verið hér í nokkra mánuði en hann er heimsklassamarkvörður. Við munum standa vörð um hann og á annan í jólum er ég viss um að hann muni verja frábærlega,“ sagði Maguire. It's fair to say @GNev2 could not believe what he was seeing there, watching David De Gea's error. Watch Super Sunday live on Sky Sports PL now pic.twitter.com/mVlxy7KubR— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 22, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir United tapaði gegn botnliðinu Manchester United varð af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðið tapaði fyrir Watford. 22. desember 2019 15:45 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Sjá meira
United tapaði gegn botnliðinu Manchester United varð af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðið tapaði fyrir Watford. 22. desember 2019 15:45