Carlo Ancelotti, stjóri Everton, er spenntur fyrir fyrsta grannaslag sínum sem stjóri Everton en það bíður grannaslagur í janúar.
Liðin mætast í enska bikarnum þann 5. janúar á Anfield en Ancelotti hafði betur gegn Liverpool í Meistaradeildinni í september.
Einnig gekk honum vel þegar hann var þjálfari Chelsea og liðið spilaði gegn Liverpool. Hann var því léttur og kátur er hann var spurður út í grannaslaginn.
„Þeir eru ekki vanir því að tapa en ég veit að stuðningsmenn Everton vilja vinna Liverpool. Við þurfum ekki að bíða því við eigum leik gegn þeim fimmta janúar,“ sagði Ancelotti.
Everton boss Carlo Ancelotti warns he's plotting repeat win over Liverpoolhttps://t.co/lvav38gkQjpic.twitter.com/9rGmxjOYxS
— Mirror Football (@MirrorFootball) December 25, 2019
„Þegar ég var í bænum í gær hitti ég stuðningsmenn Liverpool og ég held að þeir séu hræddir,“ grínaðist Ítalinn og hélt áfram í léttum tón:
„Þeir eru hræddir að sjá mig því ég hef unnið svo oft gegn þeim.“
Everton mætir Burnley á morgun á Goodison Park en það verður fyrsti leikur Ancelotti með Everton-liðið.