Samþykktu að veita Bretum enn meiri frest Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2019 17:45 Boris Johnson hefur áður gefið út að ríkisstjórnin muni ekki óska eftir frekari frest. Vísir/AP Evrópusambandsþingið samþykkti í dag með að veita Bretum aukinn frest vegna útgöngu sinnar úr Evrópusambandinu ef til þess komi að bresk stjórnvöld óski eftir slíku. Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun þriðja frestunin einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Evrópuþingmennirnir greiddu atkvæði um ályktun þess efnis eftir þriggja tíma umræður með yfirgnæfandi meirihluta, eða 544 atkvæðum gegn 126. 38 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseti framkvæmdarstjórnar ESB, áréttaði þó fyrir þinginu að möguleikinn á útgöngu Breta án samnings væri enn til staðar.Sjá einnig: Munu ekki fallast á frekari frestÞrátt fyrir yfirlýsingar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á þá leið að gengið verði úr sambandinu þann 31. október næstkomandi sama hvort útgöngusamningur liggi fyrir eða ekki, þá er gert ráð fyrir því að leiðtogar Evrópusambandsins eigi eftir að ræða möguleikann á frekari frestun útgöngu við ríkisstjórnina. Talið er að slíkar viðræður verði teknar upp á leiðtogafundi í Brussel í næsta mánuði ef ekki verði þá búið að stíga frekari skref í átt að nýju samkomulagi.Sjá einnig: Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrirEitt helsta deiluefnið í útgönguviðræðum Breta er sem fyrr írska baktryggingin sem var hluti af samkomulagi Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tolleftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Evrópusambandsþingið samþykkti í dag með að veita Bretum aukinn frest vegna útgöngu sinnar úr Evrópusambandinu ef til þess komi að bresk stjórnvöld óski eftir slíku. Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun þriðja frestunin einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Evrópuþingmennirnir greiddu atkvæði um ályktun þess efnis eftir þriggja tíma umræður með yfirgnæfandi meirihluta, eða 544 atkvæðum gegn 126. 38 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseti framkvæmdarstjórnar ESB, áréttaði þó fyrir þinginu að möguleikinn á útgöngu Breta án samnings væri enn til staðar.Sjá einnig: Munu ekki fallast á frekari frestÞrátt fyrir yfirlýsingar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á þá leið að gengið verði úr sambandinu þann 31. október næstkomandi sama hvort útgöngusamningur liggi fyrir eða ekki, þá er gert ráð fyrir því að leiðtogar Evrópusambandsins eigi eftir að ræða möguleikann á frekari frestun útgöngu við ríkisstjórnina. Talið er að slíkar viðræður verði teknar upp á leiðtogafundi í Brussel í næsta mánuði ef ekki verði þá búið að stíga frekari skref í átt að nýju samkomulagi.Sjá einnig: Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrirEitt helsta deiluefnið í útgönguviðræðum Breta er sem fyrr írska baktryggingin sem var hluti af samkomulagi Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tolleftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06
Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15
Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03
Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00