Erlent

Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hæstiréttur Bretlands er til svo hann geti svarað erfiðum spurningum um lögin án tillits til geðþótta. Þetta sagði Brenda Hale, barónessan af Richmond og forseti hæstaréttar Bretlands, í dómsal í dag þegar tvær málsóknir af sama toga gegn ríkisstjórninni voru teknar fyrir. Annars vegar eru það á áttunda tug stjórnarandstöðuþingmanna og hins vegar athafnakonan Gina Miller sem vilja fá ákvörðun Johnson um frestun þingfunda hnekkt. Viðfangsefnið er nokkuð erfitt og vakti Hale sjálf máls á því í dag. Skoskur áfrýjunardómstóll úrskurðaði gegn ríkisstjórninni. Enskur og velskur dómstóll með henni. Skiptar skoðanir eru sum sé um vald forsætisráðherrans til að fresta þingfundum.David Pannick, lögmaður Miller, sagði að Johnson hafi farið fram á frestunina til þess að þagga niður í þinginu nú þegar stutt er í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu. „Það að framkvæmdavaldið nýti vald sitt til þess að komast hjá yfirsýn þingsins stangast á við stjórnlög,“ hélt Pannick fram.Richard Keen lávarður talaði máli ríkisstjórnarinnar. Hann sagði frestun þingfunda ekki háða nokkurri ástæðu. „Við vitum það að þingfundum má fresta af ýmsum ástæðum. Pólitískum jafnt sem formlegum,“ sagði Keen.Búist er við því að niðurstaða fáist í málið í fyrsta lagi á fimmtudag. Ef hæstiréttur úrskurðar stjórnarandstöðunni í vil ætlar ríkisstjórnin að boða til þingfunda á ný. Lögmaður hennar lofaði því þó ekki að þingfundum yrði ekki aftur frestað.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir

Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.