Erlent

Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Olivier Matthys
Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit.Aukinn fjöldi dómara mun taka málið fyrir sem er til marks um mikilvægi þess og verða þeir ellefu talsins. Hæstaréttardómarar á Englandi eru alls tólf og venjulega dæma níu dómarar í mikilvægum málum.Málflutningur mun taka um þrjá daga, að því er fram kemur í Guardian.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.