Erlent

Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Olivier Matthys

Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit.

Aukinn fjöldi dómara mun taka málið fyrir sem er til marks um mikilvægi þess og verða þeir ellefu talsins. Hæstaréttardómarar á Englandi eru alls tólf og venjulega dæma níu dómarar í mikilvægum málum.

Málflutningur mun taka um þrjá daga, að því er fram kemur í Guardian.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.