Erlent

Munu ekki fallast á frekari frest

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Boris Johnson heldur til Lúxemborgar í dag.
Boris Johnson heldur til Lúxemborgar í dag. Getty
Bretar ætla ekki að fallast á frekari frest hvað varðar útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, mun færa Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þessi skilaboð á fundi þeirra síðar í dag, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu.

Johnson og Juncker munu hittast í Lúxemborg í hádeginu en þeir tveir hafa ekki fundað síðan Johnson tók við embættinu í júlí.

Utanríkisráðherra Breta, Dominic Raab, segir að Boris muni leggja áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi við ESB um útgönguna, en að ekki komi til greina að breyta fyrirhugaðri dagsetningu hennar, sem er 31. október næstkomandi.

Boris hefur um helgina farið mikinn og talað um árangursríkar viðræður við ESB um útgöngusamning, en samkvæmt heimildum BBC, kannast embættismenn sambandsins, sem tekið hafa þátt í viðræðunum ekki við hinn mikla árangur síðustu daga.


Tengdar fréttir

Viðræður í skötulíki

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×