Segir Cohen mögulega hafa skemmt fund hans og Kim Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2019 08:59 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir vitnisburð Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns hans til áratugar, hafa „mögulega“ skemmt fyrir fundi hans og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu í síðustu viku. Á sama tíma og Trump og Kim voru að ræða mögulega kjarnafvopnun Norður-Kóreu var Cohen meðal annars að saka Trump um lögbrot, þar sem hann ræddi við þingmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Eftir fund hans og Kim hafði Trump lýst því yfir að hann hefði gengið frá samningaborðinu fyrr en stóð til vegna kröfu Kim um að létt yrði á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu áður en hann léti vopn sín af hendi. Forsetinn gagnrýnir einnig Demókrata fyrir að hafa haldið nefndarfundinn á sama tíma og hann hafi staðið í mikilvægum viðræðum við Kim. Í tísti í nótt segir Trump einnig að Cohen sé dæmdur „lygari og svindlari“ en Cohen hefur meðal annars verið dæmdur fyrir að ljúga að þingmönnum um viðræður um byggingu Trump-turns í Moskvu og hefur afplánun vegna þriggja ára dóms í næsta mánuði. Hann var einnig dæmdur fyrir brot á kosningalögum vegna þagnargreiðslu til klámstjörnu sem Cohen segir Trump hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni með. Cohen greiddi Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo hún myndi ekki segja sögu sína opinberlega.Sjá einnig: Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindniCohen heldur því fram að Trump hafi endurgreitt honum fyrir þagnargreiðsluna eftir að hann tók við embætti og sýndi hann þingmönnum afrit af ávísun frá forsetanum sem hann sagði að hann hefði fengið sem endurgreiðslu.For the Democrats to interview in open hearings a convicted liar & fraudster, at the same time as the very important Nuclear Summit with North Korea, is perhaps a new low in American politics and may have contributed to the “walk.” Never done when a president is overseas. Shame! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2019 Eftirlits- og stjórnskipunarnefndin hafði margsinnis áður reynt að halda vitnaleiðslur yfir Cohen en fresta þurfti fundunum ítrekað og meðal annars var vitnaði í „ógnanir“ sem sneru að Cohen og fjölskyldu hans. Upprunalega átti vitnaleiðslan að fara fram þann 7. febrúar en dagsetning fundar Trump og Kim var opinberuð þann 5. febrúar, samkvæmt Washington Post.Trump hefur varið miklum tíma frá því hann yfirgaf Víetnam í að kvarta undan þeim fjölmörgu rannsóknum sem að honum snúa og gagnrýna Demókrata fyrir það sem hann kallar „áreitni“. Það hefur hann bæði ítrekað gert á Twitter og meðal annars í langri ræðu hans á ráðstefnu Repúblikana um helgina þar sem forsetinn fór heldur frjálslega með sannleikann.After more than two years of Presidential Harassment, the only things that have been proven is that Democrats and other broke the law. The hostile Cohen testimony, given by a liar to reduce his prison time, proved no Collusion! His just written book manuscript showed what he..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2019...said was a total lie, but Fake Media won’t show it. I am an innocent man being persecuted by some very bad, conflicted & corrupt people in a Witch Hunt that is illegal & should never have been allowed to start - And only because I won the Election! Despite this, great success! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2019 Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Trump sagður hafa falsað skjöl er hann reyndi að kaupa NFL-félag Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, kom víða við á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 28. febrúar 2019 14:30 Trump hafi misskilið kröfur Norður-Kóreu Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. 1. mars 2019 08:00 Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir vitnisburð Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns hans til áratugar, hafa „mögulega“ skemmt fyrir fundi hans og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu í síðustu viku. Á sama tíma og Trump og Kim voru að ræða mögulega kjarnafvopnun Norður-Kóreu var Cohen meðal annars að saka Trump um lögbrot, þar sem hann ræddi við þingmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Eftir fund hans og Kim hafði Trump lýst því yfir að hann hefði gengið frá samningaborðinu fyrr en stóð til vegna kröfu Kim um að létt yrði á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu áður en hann léti vopn sín af hendi. Forsetinn gagnrýnir einnig Demókrata fyrir að hafa haldið nefndarfundinn á sama tíma og hann hafi staðið í mikilvægum viðræðum við Kim. Í tísti í nótt segir Trump einnig að Cohen sé dæmdur „lygari og svindlari“ en Cohen hefur meðal annars verið dæmdur fyrir að ljúga að þingmönnum um viðræður um byggingu Trump-turns í Moskvu og hefur afplánun vegna þriggja ára dóms í næsta mánuði. Hann var einnig dæmdur fyrir brot á kosningalögum vegna þagnargreiðslu til klámstjörnu sem Cohen segir Trump hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni með. Cohen greiddi Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo hún myndi ekki segja sögu sína opinberlega.Sjá einnig: Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindniCohen heldur því fram að Trump hafi endurgreitt honum fyrir þagnargreiðsluna eftir að hann tók við embætti og sýndi hann þingmönnum afrit af ávísun frá forsetanum sem hann sagði að hann hefði fengið sem endurgreiðslu.For the Democrats to interview in open hearings a convicted liar & fraudster, at the same time as the very important Nuclear Summit with North Korea, is perhaps a new low in American politics and may have contributed to the “walk.” Never done when a president is overseas. Shame! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2019 Eftirlits- og stjórnskipunarnefndin hafði margsinnis áður reynt að halda vitnaleiðslur yfir Cohen en fresta þurfti fundunum ítrekað og meðal annars var vitnaði í „ógnanir“ sem sneru að Cohen og fjölskyldu hans. Upprunalega átti vitnaleiðslan að fara fram þann 7. febrúar en dagsetning fundar Trump og Kim var opinberuð þann 5. febrúar, samkvæmt Washington Post.Trump hefur varið miklum tíma frá því hann yfirgaf Víetnam í að kvarta undan þeim fjölmörgu rannsóknum sem að honum snúa og gagnrýna Demókrata fyrir það sem hann kallar „áreitni“. Það hefur hann bæði ítrekað gert á Twitter og meðal annars í langri ræðu hans á ráðstefnu Repúblikana um helgina þar sem forsetinn fór heldur frjálslega með sannleikann.After more than two years of Presidential Harassment, the only things that have been proven is that Democrats and other broke the law. The hostile Cohen testimony, given by a liar to reduce his prison time, proved no Collusion! His just written book manuscript showed what he..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2019...said was a total lie, but Fake Media won’t show it. I am an innocent man being persecuted by some very bad, conflicted & corrupt people in a Witch Hunt that is illegal & should never have been allowed to start - And only because I won the Election! Despite this, great success! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2019
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Trump sagður hafa falsað skjöl er hann reyndi að kaupa NFL-félag Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, kom víða við á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 28. febrúar 2019 14:30 Trump hafi misskilið kröfur Norður-Kóreu Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. 1. mars 2019 08:00 Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52
Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39
Trump sagður hafa falsað skjöl er hann reyndi að kaupa NFL-félag Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, kom víða við á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 28. febrúar 2019 14:30
Trump hafi misskilið kröfur Norður-Kóreu Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. 1. mars 2019 08:00
Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30
Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00