Erlent

Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum

Kjartan Kjartansson skrifar
Suður-kóreskir hermenn við æfingar.
Suður-kóreskir hermenn við æfingar. Vísir/EPA
Bandaríkin og Suður-Kórea ætla að hætta meiriháttar sameiginlegum heræfingum til að reyna að liðka fyrir samskiptum við Norður-Kóreu. Norðanmenn hafa litið á æfingarnar sem undirbúning fyrir innrás og Trump forseti hefur kvartað undan kostnaði við þær.

Æfingunum var hætt tímabundið eftir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í fyrra. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir tilkynningu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu að varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafi sammælst um að fella niður tvær stórar heræfingar sem voru fyrirhugaðar.

Þeir segja að ákvörðunin hafi verið tekin til að styðja „diplómatískar tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans“. Minni æfingum verður þó haldið áfram. Annar leiðtogafundur Kim og Trump í síðustu viku fór út um þúfur.

Um 30.000 bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. Enn sem komið er hefur Trump ekki tekið neina ákvörðun um að kalla þá heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×