Sport

Trump sagður hafa falsað skjöl er hann reyndi að kaupa NFL-félag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Trump ásamt vinum sínum í New England Patriots.
Trump ásamt vinum sínum í New England Patriots. vísir/getty
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, kom víða við á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma.

Cohen sagði meðal annars á fundinum að Trump hefði látið Deutsche Bank fá fölsuð skjöl sem sýndu að eignir hans væru miklu meiri en þær í raun voru. Það átti að sannfæra bankann um að gefa sér lán svo hann gæti keypt NFL-félagið Buffalo Bills.

Þetta var árið 2014 er eigandi félagsins, Ralph Wilson, féll frá. Jon Bon Jovi reyndi einnig að kaupa félagið sem og milljarðamæringurinn Terry Pegula sem fékk það á endanum en hann á einnig hokkíliðið Buffalo Sabres.





Eins og sjá má hér að ofan var Trump frekar ósáttur er ljós var að hann fékk ekki að kaupa félagið.

Trump hafði áður reynt að kaupa sér ítök í fótboltaheiminum vestra en án árangurs.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×