Wenger óttast það að örlögin séu á móti Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 09:30 Mohamed Salah er duglegur að biðjast fyrir en eru örlögin bara á móti Liverpool? Getty/Robbie Jay Barratt Það munaði bara 29,51 millimetrum að eina mark Manchester City á móti Burnley um helgina yrði aldrei mark. Marklínutæknin sýndi aftur á móti að skot Sergio Aguero fór yfir marklínuna og mark Argentínumannsins kom Manchester City aftur upp í toppsætið. Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, tjáði sig um æsispennandi toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann mætti sem sérfræðingur hjá beIN Sports sjónvarpsstöðinni. Manchester City er með eins stigs forskot á Liverpool þegar bæði lið eiga eftir tvo leiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn á leiktíðinni þar sem millimetrarnir eru ekki með Liverpool. Þegar Manchester City vann 2-1 sigur á Liverpool á Ethiad leikvanginum í janúar munaði bara 11 millimetrum að skot Sadio Mane færi yfir marklínuna. Hefði Mané skorað þá væri staðan á toppnum allt önnur en hún er í dag. „Ég óttast það fyrir hönd Liverpool að Manchester City gæti verið búið að tryggja sér enska meistaratitilinn fyrir lokaumferðina,“ sagði Arsene Wenger en hann býst jafnvel við því að Liverpool tapi stigum á móti Newcastle um næstu helgi. City gæti þá náð þriggja stiga forskoti og er auk þess með mun betri markatölu en Liverpool liðið. „Leikmenn Liverpool munu berjast allt til loka en það lítur út fyrir það að örlögin séu bara á móti Liverpool,“ sagði Wenger. „Þeir voru yfirburðarlið í enska fótboltanum í svo langan tíma og allt í einu hættu þeir að vinna titla eftir 1989-90 tímabilið. Þeir hafa ekki unnið titilinn síðan og alltaf eru það einhver lítil atriði sem fella þá,“ sagði Wenger. Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Það munaði bara 29,51 millimetrum að eina mark Manchester City á móti Burnley um helgina yrði aldrei mark. Marklínutæknin sýndi aftur á móti að skot Sergio Aguero fór yfir marklínuna og mark Argentínumannsins kom Manchester City aftur upp í toppsætið. Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, tjáði sig um æsispennandi toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann mætti sem sérfræðingur hjá beIN Sports sjónvarpsstöðinni. Manchester City er með eins stigs forskot á Liverpool þegar bæði lið eiga eftir tvo leiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn á leiktíðinni þar sem millimetrarnir eru ekki með Liverpool. Þegar Manchester City vann 2-1 sigur á Liverpool á Ethiad leikvanginum í janúar munaði bara 11 millimetrum að skot Sadio Mane færi yfir marklínuna. Hefði Mané skorað þá væri staðan á toppnum allt önnur en hún er í dag. „Ég óttast það fyrir hönd Liverpool að Manchester City gæti verið búið að tryggja sér enska meistaratitilinn fyrir lokaumferðina,“ sagði Arsene Wenger en hann býst jafnvel við því að Liverpool tapi stigum á móti Newcastle um næstu helgi. City gæti þá náð þriggja stiga forskoti og er auk þess með mun betri markatölu en Liverpool liðið. „Leikmenn Liverpool munu berjast allt til loka en það lítur út fyrir það að örlögin séu bara á móti Liverpool,“ sagði Wenger. „Þeir voru yfirburðarlið í enska fótboltanum í svo langan tíma og allt í einu hættu þeir að vinna titla eftir 1989-90 tímabilið. Þeir hafa ekki unnið titilinn síðan og alltaf eru það einhver lítil atriði sem fella þá,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira