Wenger óttast það að örlögin séu á móti Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 09:30 Mohamed Salah er duglegur að biðjast fyrir en eru örlögin bara á móti Liverpool? Getty/Robbie Jay Barratt Það munaði bara 29,51 millimetrum að eina mark Manchester City á móti Burnley um helgina yrði aldrei mark. Marklínutæknin sýndi aftur á móti að skot Sergio Aguero fór yfir marklínuna og mark Argentínumannsins kom Manchester City aftur upp í toppsætið. Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, tjáði sig um æsispennandi toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann mætti sem sérfræðingur hjá beIN Sports sjónvarpsstöðinni. Manchester City er með eins stigs forskot á Liverpool þegar bæði lið eiga eftir tvo leiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn á leiktíðinni þar sem millimetrarnir eru ekki með Liverpool. Þegar Manchester City vann 2-1 sigur á Liverpool á Ethiad leikvanginum í janúar munaði bara 11 millimetrum að skot Sadio Mane færi yfir marklínuna. Hefði Mané skorað þá væri staðan á toppnum allt önnur en hún er í dag. „Ég óttast það fyrir hönd Liverpool að Manchester City gæti verið búið að tryggja sér enska meistaratitilinn fyrir lokaumferðina,“ sagði Arsene Wenger en hann býst jafnvel við því að Liverpool tapi stigum á móti Newcastle um næstu helgi. City gæti þá náð þriggja stiga forskoti og er auk þess með mun betri markatölu en Liverpool liðið. „Leikmenn Liverpool munu berjast allt til loka en það lítur út fyrir það að örlögin séu bara á móti Liverpool,“ sagði Wenger. „Þeir voru yfirburðarlið í enska fótboltanum í svo langan tíma og allt í einu hættu þeir að vinna titla eftir 1989-90 tímabilið. Þeir hafa ekki unnið titilinn síðan og alltaf eru það einhver lítil atriði sem fella þá,“ sagði Wenger. Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Það munaði bara 29,51 millimetrum að eina mark Manchester City á móti Burnley um helgina yrði aldrei mark. Marklínutæknin sýndi aftur á móti að skot Sergio Aguero fór yfir marklínuna og mark Argentínumannsins kom Manchester City aftur upp í toppsætið. Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, tjáði sig um æsispennandi toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann mætti sem sérfræðingur hjá beIN Sports sjónvarpsstöðinni. Manchester City er með eins stigs forskot á Liverpool þegar bæði lið eiga eftir tvo leiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn á leiktíðinni þar sem millimetrarnir eru ekki með Liverpool. Þegar Manchester City vann 2-1 sigur á Liverpool á Ethiad leikvanginum í janúar munaði bara 11 millimetrum að skot Sadio Mane færi yfir marklínuna. Hefði Mané skorað þá væri staðan á toppnum allt önnur en hún er í dag. „Ég óttast það fyrir hönd Liverpool að Manchester City gæti verið búið að tryggja sér enska meistaratitilinn fyrir lokaumferðina,“ sagði Arsene Wenger en hann býst jafnvel við því að Liverpool tapi stigum á móti Newcastle um næstu helgi. City gæti þá náð þriggja stiga forskoti og er auk þess með mun betri markatölu en Liverpool liðið. „Leikmenn Liverpool munu berjast allt til loka en það lítur út fyrir það að örlögin séu bara á móti Liverpool,“ sagði Wenger. „Þeir voru yfirburðarlið í enska fótboltanum í svo langan tíma og allt í einu hættu þeir að vinna titla eftir 1989-90 tímabilið. Þeir hafa ekki unnið titilinn síðan og alltaf eru það einhver lítil atriði sem fella þá,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira