Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 10:42 Frá Nuuk á Grænlandi. Vísir/Getty Fréttum af áhuga Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hefur verið tekið með vantrú og háði í Danmörku. Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, telur að aprílgabb á röngum árstíma hljóti að vera á ferðinni. Wall Street Journal sagði frá því í gær að Trump hefði ítrekað spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á að kaupa Grænland. Auðlindir eyjunnar og hernaðarlegt mikilvægi virðist hafa verið það sem kveikti áhuga forsetans. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að sumir ráðgjafanna hafi aðeins hlegið að hugmyndinni en aðrir hafi tekið hana mun alvarlegar. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur með eigin landstjórn. Danir fara þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir Grænlendinga. „Við erum opin fyrir viðskiptum en við erum ekki til sölu,“ segir Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands. Sumir danskir stjórnmálamenn virtust taka fréttunum undran. „Þetta hlýtur að vera aprílgabb. Algerlega á röngum árstíma,“ tísti Rasmussen um fréttirnar af áhuga Trump.It must be an April Fool's Day joke ... but totally out of sesson! https://t.co/ev5DDVZc5f— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) August 15, 2019 „Ef hann er í raun og veru að íhuga þetta þá er það lokasönnun þess að hann hafi gengið af göflunum. Sú hugmynd af Danmörk seldi 50.000 borgara til Bandaríkjanna er algerlega fáránleg,“ segir Søren Espersen, talsmaður Þjóðarflokksins í utanríkismálum. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, eru sögð ætla að tjá sig um fréttirnar síðar í dag. „Ég er viss um að meirihlutinn á Grænlandi telur að það sé betra að vera í sambandi við Danmörku en Bandaríkin til lengri tíma litið,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður grænlenska flokksins Inuit Ataqatigiit á danska þjóðþinginu. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Fréttum af áhuga Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hefur verið tekið með vantrú og háði í Danmörku. Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, telur að aprílgabb á röngum árstíma hljóti að vera á ferðinni. Wall Street Journal sagði frá því í gær að Trump hefði ítrekað spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á að kaupa Grænland. Auðlindir eyjunnar og hernaðarlegt mikilvægi virðist hafa verið það sem kveikti áhuga forsetans. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að sumir ráðgjafanna hafi aðeins hlegið að hugmyndinni en aðrir hafi tekið hana mun alvarlegar. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur með eigin landstjórn. Danir fara þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir Grænlendinga. „Við erum opin fyrir viðskiptum en við erum ekki til sölu,“ segir Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands. Sumir danskir stjórnmálamenn virtust taka fréttunum undran. „Þetta hlýtur að vera aprílgabb. Algerlega á röngum árstíma,“ tísti Rasmussen um fréttirnar af áhuga Trump.It must be an April Fool's Day joke ... but totally out of sesson! https://t.co/ev5DDVZc5f— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) August 15, 2019 „Ef hann er í raun og veru að íhuga þetta þá er það lokasönnun þess að hann hafi gengið af göflunum. Sú hugmynd af Danmörk seldi 50.000 borgara til Bandaríkjanna er algerlega fáránleg,“ segir Søren Espersen, talsmaður Þjóðarflokksins í utanríkismálum. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, eru sögð ætla að tjá sig um fréttirnar síðar í dag. „Ég er viss um að meirihlutinn á Grænlandi telur að það sé betra að vera í sambandi við Danmörku en Bandaríkin til lengri tíma litið,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður grænlenska flokksins Inuit Ataqatigiit á danska þjóðþinginu.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31
Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00