Trump teflir djarft í tollastríði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 21:27 Trump var ekki sáttur þegar bandaríska sendinefndin greindi honum frá gangi viðræðna og sakar forseta Kína um að ganga á bak orða sinna. Vísir/EPA Í tísti sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, birti í dag boðaði hann tollahækkanir á kínverskan innflutning að andvirði þrjú hundruð milljarða Bandaríkjadala. Trump sagði að leiðtogar ríkjanna myndu halda áfram viðræðum en frá og með 1. september myndi Bandaríkjastjórn hækka tolla á kínverskan varning um auka 10%. Viðskiptaþvinganirnar munu hafa áhrif á neytendur í Bandaríkjunum en vörur á borð við Iphone, strigaskó, raftæki og leikföng munu hækka í verði með nýju tollunum. Trump lét í ljós óánægju sína eftir að hafa fundað með bandarísku sendinefndinni, með Steven Mnuchin fjármálaráðherra og Robert Lighthizer í broddi fylkingar, í Hvíta húsinu í dag en sendinefndin sneri aftur heim í dag eftir að hafa setið við samningaborðið í Shanghai í vikunni. Trump varð afar ósáttur þegar sendinefndin greindi honum frá gangi viðræðna og þegar hann komst að því að Kínverjar gætu ekki lofað því að fjárfesta í bandarískum landbúnaðarvörum. Trump sagðist hafa talið sér trú um að það hefði verið niðurstaða fundar hans og Xi Jinping, forseta Kína, í sumar. Hann sagði að leiðtogi Kína hefði einnig lofað sér að reyna að koma í veg fyrir innflutning á Fentanyl til Bandaríkjanna. Þjóðarleiðtogarnir tveir sættust á að hefja samningaviðræður að nýju á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Japan í lok júní. Trump segir að þrátt fyrir boðaðar tollahækkanir sé hann sannfærður um að samstarf ríkjanna tveggja verði gott í framtíðinni....buy agricultural product from the U.S. in large quantities, but did not do so. Additionally, my friend President Xi said that he would stop the sale of Fentanyl to the United States – this never happened, and many Americans continue to die! Trade talks are continuing, and... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 1, 2019 Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. 29. júní 2019 14:01 Hafa áhyggjur af biblíuskorti verði af tollahækkunum á vörur frá Kína Útgefendur helgirita í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af afleiðingum þess að Bandaríkjastjórn leggi frekari tolla og höft á innflutning frá Kína. 8. júlí 2019 21:26 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Í tísti sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, birti í dag boðaði hann tollahækkanir á kínverskan innflutning að andvirði þrjú hundruð milljarða Bandaríkjadala. Trump sagði að leiðtogar ríkjanna myndu halda áfram viðræðum en frá og með 1. september myndi Bandaríkjastjórn hækka tolla á kínverskan varning um auka 10%. Viðskiptaþvinganirnar munu hafa áhrif á neytendur í Bandaríkjunum en vörur á borð við Iphone, strigaskó, raftæki og leikföng munu hækka í verði með nýju tollunum. Trump lét í ljós óánægju sína eftir að hafa fundað með bandarísku sendinefndinni, með Steven Mnuchin fjármálaráðherra og Robert Lighthizer í broddi fylkingar, í Hvíta húsinu í dag en sendinefndin sneri aftur heim í dag eftir að hafa setið við samningaborðið í Shanghai í vikunni. Trump varð afar ósáttur þegar sendinefndin greindi honum frá gangi viðræðna og þegar hann komst að því að Kínverjar gætu ekki lofað því að fjárfesta í bandarískum landbúnaðarvörum. Trump sagðist hafa talið sér trú um að það hefði verið niðurstaða fundar hans og Xi Jinping, forseta Kína, í sumar. Hann sagði að leiðtogi Kína hefði einnig lofað sér að reyna að koma í veg fyrir innflutning á Fentanyl til Bandaríkjanna. Þjóðarleiðtogarnir tveir sættust á að hefja samningaviðræður að nýju á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Japan í lok júní. Trump segir að þrátt fyrir boðaðar tollahækkanir sé hann sannfærður um að samstarf ríkjanna tveggja verði gott í framtíðinni....buy agricultural product from the U.S. in large quantities, but did not do so. Additionally, my friend President Xi said that he would stop the sale of Fentanyl to the United States – this never happened, and many Americans continue to die! Trade talks are continuing, and... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 1, 2019
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. 29. júní 2019 14:01 Hafa áhyggjur af biblíuskorti verði af tollahækkunum á vörur frá Kína Útgefendur helgirita í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af afleiðingum þess að Bandaríkjastjórn leggi frekari tolla og höft á innflutning frá Kína. 8. júlí 2019 21:26 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23
Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00
„Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. 29. júní 2019 14:01
Hafa áhyggjur af biblíuskorti verði af tollahækkunum á vörur frá Kína Útgefendur helgirita í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af afleiðingum þess að Bandaríkjastjórn leggi frekari tolla og höft á innflutning frá Kína. 8. júlí 2019 21:26