Viðskipti erlent

Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vísir/EPA

Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varar við því að áframhaldandi viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína feli í sér hættu fyrir framtíðarhorfur hagkerfis heimsins ef lausn finnst ekki brátt.

Bandaríkjamenn og Kínverjar hafa skipst á að leggja innflutningstolla á vörur hvor annars undanfarin misseri. Síðast á mánudag svöruðu Kínverjar fyrir sig eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði lagt tolla á kínverskar vörur að andvirði um 200 milljarða dollara. Í vikunni lýsti Trump svo yfir neyðarástandi sem var talið beinast sérstaklega að Huawei og öðrum kínverskum tæknifyrirtækjum.

Lagarde var spurð út í viðskiptastríðið í heimsókn hennar í Úsbekistan í dag. Þar lýsti hún spennunni á milli Kína og Bandaríkjanna áhættu, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

„Ef ekki verður leyst úr þessari spennu er það klárlega áhætta í framhaldinu,“ sagði hún.


Tengdar fréttir

Hóta hefndum vegna Huawei-banns

Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.