Erlent

Hafa áhyggjur af biblíuskorti verði af tollahækkunum á vörur frá Kína

Andri Eysteinsson skrifar
B-i-b-l-í-a er bókin bókana.
B-i-b-l-í-a er bókin bókana. Getty/Roberto Machado Noa
Útgefendur helgirita í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af afleiðingum þess að Bandaríkjastjórn leggi frekari tolla og höft á innflutning frá Kína. Áhyggjurnar stafa af mögulegum skorti á Biblíunni, helgiriti kristinna manna. AP greinir frá.

Talið er að yfir 150 milljón biblíur séu prentaðar ár hvert í Kína, tollar á vörur þaðan myndu hafa í för með sér miklar hækkanir á verði bókarinnar helgu og myndi þar með skaða kristið samfélag Bandaríkjanna. Þá myndu verðhækkanir gera trúfélögum sem gefa biblíur til sóknarbarna erfitt fyrir.

Framkvæmdastjóri HarperCollins Christian útgáfunnar, Mark Schoenwald hefur óskað tjáð afstöðu fyrirtækis síns og segir ekki telja að það sé vilji Donald Trump, Bandaríkjaforseta að leggja á Biblíuskatt.

Tveir stærstu útgefendur biblíunnar vestanhafs, Zondervan og Thomas Nelson, eru í eigu HarperCollins og gefa fyrirtækin út um 38% af þeim biblíum sem fyrirfinnast í Bandaríkjunum. 75% þeirra bóka eru prentaðar í Kína.

Talið er að 5,7 milljón eintaka biblíunnar hafi selst í Bandaríkjunum á síðasta ári en erfitt er að leggja heildarmat á fjöldann þar sem ekki er fylgst með beinum sölum útgefanda til safnaða víða um landið.

Þó er ljóst að biblían er söluhæsta bók Bandaríkjanna árið 2018 en bók Michelle Obama, Becoming, komst bókinni helgu næst en um 3.5 milljón eintök hennar seldust í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×