Enski boltinn

Mourinho í viðræðum við Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho gæti orðið næsti stjóri Tottenham.
Mourinho gæti orðið næsti stjóri Tottenham. vísir/getty
Forráðamenn Tottenham hafa í kvöld rætt við Jose Mourinho um að hann verði næsti knattspyrnustjóri félagsins.

Argentínumanninum, Mauricio Pochettino, var sparkað frá Tottenham í kvöld einungis sex mánuðum eftir að hann fór með liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Sky Sports fréttastofan greinir frá því í kvöld að forráðamenn Tottenham hafi kvöld rætt við Mourinho og umboðsmann hans en hann hefur verið atvinnulaus nú í tæpt ár.







Portúgalinn var rekinn frá Manchester United um síðustu jól en taki hann við Tottenham verður það þriðja enska liðið sem hann stýrir. Áður stýrði hann Man. United og Chelsea.

Hann hefur hafnað boðum frá Kína, Spáni og Portúgal og greindi frá því á dögunum að hann vildi gjarnan koma aftur í enska boltann.

Tottenham gæti orðið næsti áfangastaðurinn en þeir mæta West Ham í Lundúnarslag um helgina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×