Bikartitill með Watford stærri en öll afrekin með United Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. apríl 2019 13:00 Foster var hetjan í vítaspyrnukeppni gegn Tottenham í úrslitum deildarbikarsins 2009 vísir/getty Ben Foster segir það muni verða stærri stund á hans ferli ef hann vinnur ensku bikarkeppnina með Watford heldur en allt sem hann afrekaði hjá Manchester United. Hinn 36 ára Foster er að eiga eitt sitt besta tímabil í vetur, en hann kom til Watford frá West Bromwich Albion fyrir tímabilið. Foster var hetja Manchester United í úrslitum deildarbikarsins árið 2009. Þá sagði Sir Alex Ferguson hann vera framtíðar arftaka Edwin van der Sar. Foster náði hins vegar ekki að fylgja árangrinum eftir og var seldur til Birmingham City ári seinna. „Ég vann deildarbikarinn með Birmingham [árið 2011] og það var ein besta stund ferilsins. Við spiluðum við Arsenal, vorum litla liðið en við unnum og stuðningsmennirnir misstu sig. Þetta skipti þá svo miklu máli,“ sagði Foster. „Þetta mun lifa með mér það sem eftir er og ef við myndum vinna bikarinn núna með Watford þá væri þetta eins. Þegar ég vann deildarbikarinn með United þá var það sjálfsagður hlutur.“ „Ég man að við stigum upp í rútuna eftir leikinn og þá var bara sagt: Jæja, æfing á morgun, það er Meistaradeildarleikur í vikunni. Það var ekki fagnað, það var eins og menn hefðu gleymt þessu strax.“ „Ég gat aldrei skilið hvernig þetta var bara enn einn titillinn. Ef maður vinnur með liðum eins og Birmingham, West Brom og Watford, þá skiptir það máli.“ Foster á þrjá deildarbikartitla og átta A-landsleiki fyrir England í afrekaskápnum en náði þó ekki að uppfylla alveg allt það sem hann átti að geta gert þegar hann var að brjótast fram á sjónarsviðið. Hann viðurkenndi að hann hafi farið of snemma í jafn stórt félag og Manchester United. „Það er frábært að hafa verið hjá Manchester United, ekki misskilja mig, og ég mun aldrei sjá eftir neinu af því sem ég gerði á ferlinum. En þetta var klárlega rangur staður á röngum tíma fyrir mig.“ „Ég var ekki undirbúinn andlega fyrir það að vera hjá United en það hjálpaði mér upp á framhaldið.“ Watford mætir Wolves í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í dag. Sigurvegari þess leiks mætir Manchester City í úrslitaleiknum. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Ben Foster segir það muni verða stærri stund á hans ferli ef hann vinnur ensku bikarkeppnina með Watford heldur en allt sem hann afrekaði hjá Manchester United. Hinn 36 ára Foster er að eiga eitt sitt besta tímabil í vetur, en hann kom til Watford frá West Bromwich Albion fyrir tímabilið. Foster var hetja Manchester United í úrslitum deildarbikarsins árið 2009. Þá sagði Sir Alex Ferguson hann vera framtíðar arftaka Edwin van der Sar. Foster náði hins vegar ekki að fylgja árangrinum eftir og var seldur til Birmingham City ári seinna. „Ég vann deildarbikarinn með Birmingham [árið 2011] og það var ein besta stund ferilsins. Við spiluðum við Arsenal, vorum litla liðið en við unnum og stuðningsmennirnir misstu sig. Þetta skipti þá svo miklu máli,“ sagði Foster. „Þetta mun lifa með mér það sem eftir er og ef við myndum vinna bikarinn núna með Watford þá væri þetta eins. Þegar ég vann deildarbikarinn með United þá var það sjálfsagður hlutur.“ „Ég man að við stigum upp í rútuna eftir leikinn og þá var bara sagt: Jæja, æfing á morgun, það er Meistaradeildarleikur í vikunni. Það var ekki fagnað, það var eins og menn hefðu gleymt þessu strax.“ „Ég gat aldrei skilið hvernig þetta var bara enn einn titillinn. Ef maður vinnur með liðum eins og Birmingham, West Brom og Watford, þá skiptir það máli.“ Foster á þrjá deildarbikartitla og átta A-landsleiki fyrir England í afrekaskápnum en náði þó ekki að uppfylla alveg allt það sem hann átti að geta gert þegar hann var að brjótast fram á sjónarsviðið. Hann viðurkenndi að hann hafi farið of snemma í jafn stórt félag og Manchester United. „Það er frábært að hafa verið hjá Manchester United, ekki misskilja mig, og ég mun aldrei sjá eftir neinu af því sem ég gerði á ferlinum. En þetta var klárlega rangur staður á röngum tíma fyrir mig.“ „Ég var ekki undirbúinn andlega fyrir það að vera hjá United en það hjálpaði mér upp á framhaldið.“ Watford mætir Wolves í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í dag. Sigurvegari þess leiks mætir Manchester City í úrslitaleiknum.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira