Enski boltinn

Hand­tekinn eftir kyn­þátta­níð í Manchester-slagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fred skömmu eftir atvikið.
Fred skömmu eftir atvikið. vísir/getty
Lögreglan í Manchester hefur staðfest að hún hefur handtekið 41 árs gamlann mann eftir kynþáttaníð í Manchester-slagnum í gærkvöldi.Maðurinn er talinn tengjast knyþáttaníðinu en miðjumaður Manchester United, Fred, er sagður hafa orðið fyrir barðinu á stuðningsmanninum.Hann var að taka horn á 68. mínútu er stuðningsmenn City við hornfánann létu illum látum. Þeir köstuðu meðal annars kveikjara í átt að miðjumanninum.Lögreglan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem var staðfest að maðurinn sé nú í haldi lögreglu og verður spurður spjörunum úr síðar í dag.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.