Enski boltinn

Hand­tekinn eftir kyn­þátta­níð í Manchester-slagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fred skömmu eftir atvikið.
Fred skömmu eftir atvikið. vísir/getty

Lögreglan í Manchester hefur staðfest að hún hefur handtekið 41 árs gamlann mann eftir kynþáttaníð í Manchester-slagnum í gærkvöldi.

Maðurinn er talinn tengjast knyþáttaníðinu en miðjumaður Manchester United, Fred, er sagður hafa orðið fyrir barðinu á stuðningsmanninum.

Hann var að taka horn á 68. mínútu er stuðningsmenn City við hornfánann létu illum látum. Þeir köstuðu meðal annars kveikjara í átt að miðjumanninum.

Lögreglan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem var staðfest að maðurinn sé nú í haldi lögreglu og verður spurður spjörunum úr síðar í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.