Enski boltinn

Man City sendir frá sér yfirlýsingu í kjölfar kynþáttaníðs

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fred fékk óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Man City og minnst einn þeirra fór langt yfir strikið.
Fred fékk óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Man City og minnst einn þeirra fór langt yfir strikið. vísir/getty
Manchester City var ekki lengi að senda frá sér yfirlýsingu í kjölfar kynþáttaníðs sem stuðningsmaður félagsins varð uppvís að í leik Man City og Man Utd í dag.

Leikurinn var stöðvaður um tíma í kjölfar þess að öllu lauslegu var hent í átt að Fred, miðjumanni Man Utd, þegar hann undirbjó sig undir að taka hornspyrnu í síðari hálfleiknum.

Eins og sjá má á myndbandi hér fyrir neðan tók einn stuðningsmaður Man City sig til og hreytti apahljóðum að Fred með meðfylgjandi látbragði.

Verður bannaður frá Etihad ævilangtÍ yfirlýsingu Manchester City segir að lögreglurannsókn sé þegar hafin og að félagið sýni hvers lags mismunum og fordómum ekkert umburðarlyndi.

Má því slá því föstu að hinn seki muni fá ævilangt bann frá heimaleikjum Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×