Enski boltinn

Guardiola: Ég óskaði mínu liði til hamingju

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stuð á hliðarlínunni
Stuð á hliðarlínunni vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, kveðst hafa hrósað sínu liði í hástert þrátt fyrir 1-2 tap gegn erkifjendunum í Manchester United á heimavelli í stórleik dagsins í enska boltanum.

„Við töpuðum vissulega 1-2 en ég óskaði mínu liði til hamingju. Mínir leikmenn voru frábærir og við erum stórkostlegt lið,“ sagði Guardiola í leikslok.

Man Utd lág til baka í leiknum og beitti eitruðum skyndisóknum.

„Þeir eru mjög hraðir og kvikir. Stundum þegar maður tapar boltanum er mjög erfitt að eiga við þá. Við reyndum og vorum mikið á síðasta þriðjungi vallarins. Því miður kom markið okkar ekki fyrr en mjög seint og við gátum því ekki snúið þessu við,“ sagði Guardiola.

Nánast má slá því föstu að Man City muni ekki verja enska meistaratitilinn enda er liðið 16 stigum á eftir Liverpool.

„Við verðum að halda áfram. Það er enn að miklu að keppa. Þetta er erfitt því andstæðingar okkar eru á ótrúlegu skriði með 15 sigra úr 16 leikjum,“ segir Guardiola.


Tengdar fréttir

Rauð jól í Manchester

Manchester United hafði betur í grannaslagnum gegn Englandsmeisturum Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×