Enski boltinn

Rashford: Hefðum átt að skora fleiri mörk

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rashford gaf stuðningsmanni treyjuna sína í leikslok.
Rashford gaf stuðningsmanni treyjuna sína í leikslok. vísir/getty
Enski sóknarmaðurinn Marcus Rashford var í lykilhlutverki í 2-1 sigri Manchester United á erkifjendum sínum í Manchester City í stórleik dagsins í enska boltanum.

Rashford mætti sigurreifur en auðmjúkur í viðtöl að leik loknum þar sem hann vildi meina að Man Utd hefði átt að skora fleiri mörk í leiknum.

„Við hefðum átt að skora fleiri mörk og klára þennan leik mun fyrr. Þetta var erfiður sigur og þeir geta gert meira fyrir lið heldur en aðrir sigrar svo vonandi mun þetta hjálpa okkur í næstu leikjum,“ sagði Rashford.

Hann kom Man Utd yfir á 23.mínútu með marki úr vítaspyrnu og skömmu síðar tvöfaldaði Anthony Martial forystuna.

„Fyrsti hálftíminn var frábær og þannig viljum við spila, við viljum geta spilað þannig í 80-90 mínútur,“ sagði Rashford.



Ekki þarf að fjölyrða mikið um þýðingu sigursins fyrir stuðningsmenn félagsins og gáfu leikmenn Man Utd sér drjúgan tíma til að fagna með þeim í leikslok.

„Það var gott að fagna með stuðningsmönnum okkar eftir leik. Það er ekki til nein betri tilfinning. Ég samgleðst stuðningsmönnunum en okkar verkefni er að halda uppi stöðugleika,“ sagði Rashford.


Tengdar fréttir

Rauð jól í Manchester

Manchester United hafði betur í grannaslagnum gegn Englandsmeisturum Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×