Erlent

Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
AP/Andrew Harnik

Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. Lögmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins munu færa rök fyrir því annars vegar að ákæra eigi Trump og hins vegar að ekki eigi að gera það.

Lögmenn Demókrataflokksins munu leggja fram þau gögn sem þegar hafa komið fram í rannsókninni og greina þau. Lögmenn Repúblikana munu tíunda af hverju þeim þykir ekki tilefni til að ákæra Trump.

Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar tilkynnti í síðustu viku að ákæra ætti Trumpen ekki liggur nákvæmlega hvaða ákærur verða lagðar fram. Það er verkefni dómsmálanefndarinnar að komast að niðurstöðu í því.

Sjá einnig: Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot

Hægt er að fylgjast með fundinum hér að neðan. Vert er að taka fram að Hvíta húsið hefur neitað að taka þátt í rannsókninni eftir að lögmanni Hvíta hússins var boðið á fundinn.

Fundurinn átti að hefjast klukkan tvö en seinkaði um nokkrar mínútur.

Við upphaf fundarins stóð mótmælandi á fætur og kallaði hann Jerry Nadler, formann nefndarinnar, og aðra Demókrata í nefndinni, landráðsmenn.

Hann sagði þá vera að reyna að koma lýðræðislega kjörnum forseta frá völdum. Trump sjálfur hefur ítrekað sakað Demókrata um það sama.

Mótmælandinn var fljótt fluttur úr salnum af lögregluþjónum.


Tengdar fréttir

Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump

Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar.

Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.