Erlent

Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá óeirðunum í Hong Kong í morgun.
Frá óeirðunum í Hong Kong í morgun. Vísir/Getty
Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. Afar líklegt er talið að skotárásin geri illt verra fyrir ástandið í borginni sem er afar eldfimt fyrir.

Mótmælandinn sem varð fyrir skotinu er sagður alvarlega særður á spítala. Miklar óeirðir hafa verið í borginni síðustu mánuði og sérstaklega slæmt ástand var um helgina eftir að ungur námsmaður lést af sárum sínum á föstudag, en hann hafði fallið ofan af bílastæðahúsi þegar lögregla lét til skarar skríða gegn hópi mótmælenda í október.

Myndband af atvikinu í morgun er þegar komið á fjölmiðla en þar sést lögreglumaður í handalögmálum við einn mótmælanda á meðan annar nálgast þá rólega. Lögreglumaðurinn skýtur þann seinni þá í magann áður en hann yfirbugar hinn með hjálp félaga sinna. Fleiri skotum var síðan hleypt af en svo virðist sem þau hafi ekki valdið tjóni.


Tengdar fréttir

Mót­mælandi lést í Hong Kong

Námsmaður frá Hong Kong, sem tekið hefur þátt í mótmælum í borginni undanfarnar vikur og slasaðist alvarlega um helgina þegar hann féll ofan af bílastæðahúsi, lést í morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.