Erlent

Mót­mælandi lést í Hong Kong

Atli Ísleifsson skrifar
Chow Tsz-lok féll ofan af þriðju hæð á bílastæðahúsi í borginni.
Chow Tsz-lok féll ofan af þriðju hæð á bílastæðahúsi í borginni. AP

Námsmaður frá Hong Kong, sem tekið hefur þátt í mótmælum í borginni undanfarnar vikur og slasaðist alvarlega um helgina þegar hann féll ofan af bílastæðahúsi, lést í morgun.

Óttast er að dauði hans muni blása í glæður ófriðarbálsins sem logað hefur í borginni en á sama tíma hóta kínversk yfirvöld að taka harðar á mótmælendum en þeir hafa hingað til gert.

Óljóst er hvað gerðist þegar hinn 22 ára gamli Chow Tsz-lok féll ofan af þriðju hæð á bílastæðahúsi í borginni en lögregla var að tvístra mannfjöldanum sem var samankominn í hverfinu þegar það gerðist.

Mótmælendur hafa alla vikuna verið afar fjölmennir umhverfis spítalann þar sem námsmaðurinn lá og beðið fyrir honum.

Stúdentar hafa verið í fylkingarbrjósti mótmælenda í Hong Kong síðustu mánuði en Chow er sá fyrsti sem lætur lífið í aðgerðunum.


Tengdar fréttir

Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong

Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.