Enski boltinn

Í­huga að senda Drin­kwa­ter til baka til Chelsea: Ekkert spilað í deildinni eftir að hafa meiðst á djamminu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Drinkwater í leik með Burnley í Carabao-bikarnum.
Drinkwater í leik með Burnley í Carabao-bikarnum. vísir/getty

Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Burnley muni senda Danny Drinkwater aftur til Chelsea er félagaskiptaglugginn opnar í janúarmánuði.

Lánið hefur ekki skilað áætluðum árangri en Chelsea sendi Drinkwater á lán til Burnley í sumar. Hann hefur ekki slegið í gegn eftir að hafa meiðst út á lífinu í september.

Miðjumaðurinn lenti í áflogum á skemmtistað í september en þar lenti hann meðal annars í átökum við fyrrum knattspyrnumanninn, Kgosi Nthle. Í átökunum meiddist Drinkwater á ökkla.

Drinkwater hefur einungis spilað 23 leiki frá því að hann yfirgaf Leicester árið 2017 og hélt á Brúnna.

Það væsir þó ekki um Drinkwater fari hann aftur til Burnley því hann er með 120 þúsund pund á viku. Það jafngildir rúmlega nítján milljónum króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.