Erlent

YouTu­be-stjörnur skutla Gretu yfir At­lants­hafið

Atli Ísleifsson skrifar
Greta og ferðafélagarnir.
Greta og ferðafélagarnir. Facebook-síða Gretu Thunberg
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg mun fá far með áströlskum YouTube-stjörnum á tvíbytnu (e. catamaran) yfir Atlantshafið.

Greta auglýsti á dögunum eftir leiðum til að komast sjóleiðina frá Ameríku til Spánar eftir að ákveðið var að flytja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP25, frá Santíagó í Chile og til Madrídar á Spáni. Ráðstefnan hefst 2. desember og stendur til 13. sama mánaðar.

„Við siglum í átt að Evrópu í fyrramálið,“ sagði hin sextán ára Greta á Facebook í gærkvöldi. Siglt verður frá Virginíu í Bandaríkjunum. „Ég er svo glöð að segja að ég kemst vonandi á COP25 í Madríd.“

Um borð í tvíbytnunni eru tvær ástralskar YouTube-stjörnur, Riley Whitlum og Elayna Carausu, ensk siglingakonan Nikki Henderson, og pabbi Gretu, Svante Thunberg.

Greta Thunberg neitar að ferðast milli staða með flugi og ferðast því bara landleiðina eða sjóleiðina. Tvíbytnan er knúin endurnýjanlegum orkugjöfum.

Whitlum og Carausu birta vikuleg myndbönd á YouTube af ferð sinni í kringum heiminn með ellefu mánaða gömlum syni sínum.


Tengdar fréttir

Ákvörðun Gretu Thunberg „það eina rétta í stöðunni“

„Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×