Erlent

Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mót­mæla

Atli Ísleifsson skrifar
Sebastian Piñera er forseti Chile.
Sebastian Piñera er forseti Chile. Getty
Stjórnvöld í Chile hafa aflýst fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara átti fram í höfuðborginni Santiago í desember. Ástæðan er mótmælin sem geisað hafa í landinu síðustu vikurnar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, var meðal þeirra sem ætluðu að sækja ráðstefnuna.

AP greinir frá ákvörðun Chile-stjórnar. Ráðstefnan átti að fara fram í Parque Bicentenario Cerrillos dagana 2. til 13. desember.

Mótmælin hófust um miðjan október í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda að hækka verð í almenningssamgöngur, en eftir því sem á líður hafa mótmælin beinst að forseta landsins, Sebastian Piñera.

Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg var ein þeirra sem hugðist sækja ráðstefnuna.

Stjórnvöld í Chile hafa sömuleiðis aflýst fyrirhuguðum leiðtogafundi Asíu og Kyrrahafsríkja sem átti að fara fram um miðjan nóvember




Fleiri fréttir

Sjá meira


×