Erlent

Flytja lofts­lags­ráð­stefnuna frá Santíagó til Madrídar

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Madríd.
Frá Madríd. Getty

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP25) mun fara fram í spænsku höfuðborginni Madríd í desember. Frá þessu er greint á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna í dag.

Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Santíagó, höfuðborg Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar.

Ráðstefnan fer fram dagana 2. til 13. desember.

Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ætlaði að sækja ráðstefnuna en hún er sú stödd vestanhafs. Á Twitter-síðu sinni biður hún um aðstoð. „Það kemur í ljós að ég hef ferðast hálfa leið í kringum hnöttinn, í vitlausa átt:) Nú þar ég að finna leið til að komast yfir Atlantshaf í nóvember,“ segir Thunberg, en hún neitar að ferðast um í flugvélum vegna mengunar þeirra.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.