Erlent

Segist ekki hafa geta rekið ráðherrana þar sem þeir höfðu ekki verið dæmdir

Samúel Karl Ólason skrifar
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Hage Geingob, forseti Namibíu. EPA/NIC BOTHMA
Hage Geingob, forseti Namibíu, segir gagnrýni yfir því að hann hafi ekki rekið tvo ráðherra sem tengjast Samherjamálinu vera ranga. Í stað þess að reka þá, tók Geingob við afsögnum þeirra á miðvikudaginn og segist hann ekki hafa getað rekið þá, þar sem þeir hafi ekki verið fundir sekir fyrir meinta mútuþægni þeirra.Samherji er miðdepill ásakana um háar mútugreiðslur vegna úthlutunar kvóta á fiskimiðum Namibíu. Fram hefur komið að mútugreiðslurnar nema rúmum milljarði íslenskra króna á árunum 2012 til 2018.. Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra, og Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra, eru sagðir hafa takið á móti mútum, auk annarra.

Auk þess að segjast ekki vilja grípa til „fornaldar-réttlætis“ velti Geingob því fyrir sér, í ræðu sem hann flutti á kosningafundi í Namibíu í dag, af hverju málið hefði komið upp á þessum tímapunkti. Svo skömmu fyrir kosningar, samkvæmt frétt Namibian. Kosið verður þann 27. nóvember.Geingob þakkaði ráðherrunum þó fyrir að segja af sér.

„Þeir eru komnir úr embætti og eru ekki ráðherrar lengur. Hvað er vandamálið?“ spurði Geingob í ræðu sinni.

 


Tengdar fréttir

Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.