Kristján Þór boðaður á fund atvinnuveganefndar vegna Samherjaskjalanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 10:36 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm „Samherjamálið er af þeim skala og af því umfangi að íslensk stjórnmál geta ekki setið hjá aðgerðalaus.,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður atvinnuveganefndar Alþingis. Í færslu sem Rósa Björk birti á Facebook skrifar hún að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafi verið boðaður á fund atvinnuveganefndarinnar vegna Samherjaskjalanna. „Á málinu eru margar hliðar en grunnkjarninn í því er samt nýting á auðlind okkar allra og útdeiling á arðinum á þeirri nýtingu. Samsöfnun auðs á fárra manna hendur, í stað þess að meiri arður af nýtingunni renni í sameiginlega sjóði okkar allra er stefið í margra ára deilum íslensks samfélags um fiskveiðistjórnunarkerfið.“Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.Vísir/EgillBrýnt að ræða áhrifin Rósa Björk segir að áhrif Samherjamálsins að fullu leyti eigi eftir að koma í ljós. „Þar undir er skattkerfi okkar og eftirlit með því, samþjöppun í sjávarútvegi, alþjóðasamvinna sem snýst ekki bara um heilindi í þróunarsamvinnu og eftirfylgni með henni, heldur líka að standa við alþjóðlega samninga um aðgerðir gegn peningaþvætti og spillingu, náin tengsl stjórnmálanna og sjávarútvegsfyrirtækja. Stjórnarskrárbreytingar sem beðið hefur verið eftir í alltof langan tíma. Orðspor okkar á erlendri grundu. Og fleira - eins ótrúlegt það kann að hljóma.“ Hún segir því mikilvægt að að ræða Samherjaskjölin sem fyrst við ráðherrann. „Ég hef óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mæti sem fyrst á fund atvinnuveganefndar til að fara yfir áhrif Samherjamálsins. Til að ræða áhrif á stöðu stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins (sem er eitt umfangsmesta sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu) afleiðingar málsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild. Hvort ráðuneytið hafi gripið til einhverra aðgerða vegna málsins og ef svo er, til hvaða aðgerða þá. Hér er um að ræða mál sem er af þeirri stærðargráðu að það er afar brýnt að sjávarútvegsráðherra ræði sem allra fyrst við þingmenn í atvinnuveganefnd.“ Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Bjarni segir ekkert benda til sektar Kristjáns Bjarni Benediktsson sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson við ólöglega starfsemi. 13. nóvember 2019 16:56 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Samherjamálið er af þeim skala og af því umfangi að íslensk stjórnmál geta ekki setið hjá aðgerðalaus.,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður atvinnuveganefndar Alþingis. Í færslu sem Rósa Björk birti á Facebook skrifar hún að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafi verið boðaður á fund atvinnuveganefndarinnar vegna Samherjaskjalanna. „Á málinu eru margar hliðar en grunnkjarninn í því er samt nýting á auðlind okkar allra og útdeiling á arðinum á þeirri nýtingu. Samsöfnun auðs á fárra manna hendur, í stað þess að meiri arður af nýtingunni renni í sameiginlega sjóði okkar allra er stefið í margra ára deilum íslensks samfélags um fiskveiðistjórnunarkerfið.“Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.Vísir/EgillBrýnt að ræða áhrifin Rósa Björk segir að áhrif Samherjamálsins að fullu leyti eigi eftir að koma í ljós. „Þar undir er skattkerfi okkar og eftirlit með því, samþjöppun í sjávarútvegi, alþjóðasamvinna sem snýst ekki bara um heilindi í þróunarsamvinnu og eftirfylgni með henni, heldur líka að standa við alþjóðlega samninga um aðgerðir gegn peningaþvætti og spillingu, náin tengsl stjórnmálanna og sjávarútvegsfyrirtækja. Stjórnarskrárbreytingar sem beðið hefur verið eftir í alltof langan tíma. Orðspor okkar á erlendri grundu. Og fleira - eins ótrúlegt það kann að hljóma.“ Hún segir því mikilvægt að að ræða Samherjaskjölin sem fyrst við ráðherrann. „Ég hef óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mæti sem fyrst á fund atvinnuveganefndar til að fara yfir áhrif Samherjamálsins. Til að ræða áhrif á stöðu stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins (sem er eitt umfangsmesta sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu) afleiðingar málsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild. Hvort ráðuneytið hafi gripið til einhverra aðgerða vegna málsins og ef svo er, til hvaða aðgerða þá. Hér er um að ræða mál sem er af þeirri stærðargráðu að það er afar brýnt að sjávarútvegsráðherra ræði sem allra fyrst við þingmenn í atvinnuveganefnd.“
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Bjarni segir ekkert benda til sektar Kristjáns Bjarni Benediktsson sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson við ólöglega starfsemi. 13. nóvember 2019 16:56 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Bjarni segir ekkert benda til sektar Kristjáns Bjarni Benediktsson sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson við ólöglega starfsemi. 13. nóvember 2019 16:56
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31