Erlent

Segja af sér í skugga Samherjaskandals

Birgir Olgeirsson skrifar
Bernhardt Esau og Sacky Shangala.
Bernhardt Esau og Sacky Shangala.

Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. Greint er frá þessu á Twitter-reikningin namibíska dagblaðsins The Namibian Sun. 

Namibískir fjölmiðlar höfðu greint frá því í morgun að forseti landsins. Hage Geingob, hefði haft í hyggju að reka ráðherrana tvo. 

Dómsmálaráðherrann fráfarandi heitir Sacky Shangala en sjávarútvegsráðherrann fráfarandi er Bernhardt Esau

Samherji er miðdepill ásakana um háar mútugreiðslur vegna úthlutunar kvóta á fiskimiðum Namibíu. Fram hefur komið að mútugreiðslurnar nema rúmum milljarði íslenskra króna á árunum 2012 til 2018.

Fram hefur komið að þeir sem þáðu hinar meintu mútugreiðslu séu Esau, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, sem starfaði sem ráðgjafi fyrir Samherja, James Hatukulipi, stjórnarformaður í ríkisfyrirtækinu Fishcor og Shangala. Sá fimmti sem nefndur er sem hugsanlegur mútuþegi er Mike Nghipunya, framkvæmdastjóri Fishcor.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.