Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 12:36 Björgólfur Jóhannsson gegndi áður stöðu forstjóra Icelandair Group. Fbl/Stefán Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu og sagði Björgólfur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að til standi að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Það vilja allir vinna heiðarlega. Það vilja allir gera hlutina samkvæmt lögum og ég trúi því að Samherji hafi verið á þeirri vegferð. Það á eftir að koma í ljós hvað kemur út úr þessari rannsókn,“ segir Björgólfur, en Samherji réði norsku lögmannsstofuna Wiborg Rein til þess að rannsaka þær ásakanir á hendur fyrirtækinu sem fram komu í umfjöllun Kveiks á þriðjudag. Meðal þess sem þar kom fram var að Samherji hefði mútað ráðamönnum í Namibíu til þess að komast yfir kvóta í hafsögu landsins. Björgólfur segir að lögmannsstofan komi til með að fá fullt frelsi til þess að sinna rannsókn málsins. „Það koma niðurstöður úr þessari rannsókn, og þær verða auðvitað birtar. Við skulum átta okkur á því að eftir umfjöllun Kveiks hefur þetta fyrirtæki [Samherji] beðið álitshnekki,“ segir Björgólfur og bætir við að það sé verðmætt fyrir félög á borð við Samherja að orðspor þeirra sé gott. Hann segir mikilvægt að Samherji endurheimti orðspor sitt, og geri það af auðmýkt.Samherji geti ekkert falið „Það er okkar hlutverk að skýra frá niðurstöðunum. Ef þú ætlar að endurvinna traust og trúnað fólks, þá verður þú að segja hlutina eins og þeir eru. Ég er auðvitað að vona að það sé ekki mikið þarna sem gengið hefur á sem stenst ekki lög. En ég veit það ekki,“ segir Björgólfur. Hann segir að ef rannsóknin leiði í ljós ólöglegt athæfi af hálfu Samherja þurfi hann einfaldlega að standa frammi fyrir starfsmönnum fyrirtækisins og öðrum, og skýra frá því. „Við getum ekkert falið í þessu. Stjórnin setur þetta í þennan farveg, hún vill vinna samkvæmt lögum og reglum. Fyrirtækið er með starfsemi í tólf löndum, þannig það er afskaplega mikilvægt að það komi ekki upp einhverjir álitshnekkir úti um allan heim.“ Viðtalið við Björgólf í Sprengisandi má heyra hér að neðan. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu og sagði Björgólfur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að til standi að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Það vilja allir vinna heiðarlega. Það vilja allir gera hlutina samkvæmt lögum og ég trúi því að Samherji hafi verið á þeirri vegferð. Það á eftir að koma í ljós hvað kemur út úr þessari rannsókn,“ segir Björgólfur, en Samherji réði norsku lögmannsstofuna Wiborg Rein til þess að rannsaka þær ásakanir á hendur fyrirtækinu sem fram komu í umfjöllun Kveiks á þriðjudag. Meðal þess sem þar kom fram var að Samherji hefði mútað ráðamönnum í Namibíu til þess að komast yfir kvóta í hafsögu landsins. Björgólfur segir að lögmannsstofan komi til með að fá fullt frelsi til þess að sinna rannsókn málsins. „Það koma niðurstöður úr þessari rannsókn, og þær verða auðvitað birtar. Við skulum átta okkur á því að eftir umfjöllun Kveiks hefur þetta fyrirtæki [Samherji] beðið álitshnekki,“ segir Björgólfur og bætir við að það sé verðmætt fyrir félög á borð við Samherja að orðspor þeirra sé gott. Hann segir mikilvægt að Samherji endurheimti orðspor sitt, og geri það af auðmýkt.Samherji geti ekkert falið „Það er okkar hlutverk að skýra frá niðurstöðunum. Ef þú ætlar að endurvinna traust og trúnað fólks, þá verður þú að segja hlutina eins og þeir eru. Ég er auðvitað að vona að það sé ekki mikið þarna sem gengið hefur á sem stenst ekki lög. En ég veit það ekki,“ segir Björgólfur. Hann segir að ef rannsóknin leiði í ljós ólöglegt athæfi af hálfu Samherja þurfi hann einfaldlega að standa frammi fyrir starfsmönnum fyrirtækisins og öðrum, og skýra frá því. „Við getum ekkert falið í þessu. Stjórnin setur þetta í þennan farveg, hún vill vinna samkvæmt lögum og reglum. Fyrirtækið er með starfsemi í tólf löndum, þannig það er afskaplega mikilvægt að það komi ekki upp einhverjir álitshnekkir úti um allan heim.“ Viðtalið við Björgólf í Sprengisandi má heyra hér að neðan.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02