Enski boltinn

Annar mannanna sem réðst á Özil og Kolasinac dæmdur í tíu ára fangelsi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil og Kolasinac á æfingu Arsenal á dögunum.
Özil og Kolasinac á æfingu Arsenal á dögunum. vísir/getty

Annar mannanna sem réðst að Arsenal-tvíeykinu, Mesut Özil og Sead Kolasinac, í sumar hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi.

Atvikið átti sér stað síðla júlímánaðar en mennirnir reyndu að stela úrum þeirra sem voru að verðmæti um 200 þúsund punda. Það jafngildir um 30 milljónum króna.

Ashley Smith, annar þeirra sem réðst á Özil og Kolasinac, var í gær dæmdur í tíu ára fangelsi en hann hefur verið í haldi lögreglu síðan í sumar.

Hinn árásarmaðurinn, Jordan Northover, mun verða sóttur til saka síðar í mánuðinum en dómurinn sagði að Smith hafi verið skipuleggjandi árásarinnar.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.