Enski boltinn

Stjóri Gylfa tileinkar meiddu mönnunum sigurinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fær smá andrými eftir leik dagsins
Fær smá andrými eftir leik dagsins vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton þegar liðið vann virkilega mikilvægan sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mikil pressa var á Marco Silva, stjóra Everton, fyrir leikinn enda gengi liðsins verið afleitt í upphafi móts. Everton hefur hins vegar líka lent í áföllum, til að mynda þegar Andre Gomes fótbrotnaði á dögunum. Silva tileinkaði Gomes sigurinn í dag sem og öðrum meiddum miðjumanni.

„Við tileinkum Andre Gomes þennan sigur en ekki bara honum heldur líka Jean-Philippe Gbamin. Þeir hafa þurft að gangast undir aðgerðir vegna meiðsla sem þeir hafa hlotið á tímabilinu. Þeir eru með okkur í huganum,“ sagði Silva.

Gbamin var fenginn til Everton í sumar og var ætlað að fylla skarð Idrissa Gueye sem fór til PSG en meiddist í sínum öðrum leik fyrir félagið.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.