Enski boltinn

Stjóri Gylfa tileinkar meiddu mönnunum sigurinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fær smá andrými eftir leik dagsins
Fær smá andrými eftir leik dagsins vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton þegar liðið vann virkilega mikilvægan sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mikil pressa var á Marco Silva, stjóra Everton, fyrir leikinn enda gengi liðsins verið afleitt í upphafi móts. Everton hefur hins vegar líka lent í áföllum, til að mynda þegar Andre Gomes fótbrotnaði á dögunum. Silva tileinkaði Gomes sigurinn í dag sem og öðrum meiddum miðjumanni.

„Við tileinkum Andre Gomes þennan sigur en ekki bara honum heldur líka Jean-Philippe Gbamin. Þeir hafa þurft að gangast undir aðgerðir vegna meiðsla sem þeir hafa hlotið á tímabilinu. Þeir eru með okkur í huganum,“ sagði Silva.

Gbamin var fenginn til Everton í sumar og var ætlað að fylla skarð Idrissa Gueye sem fór til PSG en meiddist í sínum öðrum leik fyrir félagið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.