Gylfi með fyrir­liða­bandið í lífs­nauð­syn­legum sigri E­ver­ton | Öll úr­slit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum í kvöld.
Gylfi í leiknum í kvöld. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og lék allan leikinn er Everton vann 2-1 sigur á Southampton á útivelli í enska boltanum í dag.Sigurinn afar mikilvægur fyrir Everton sem hefur gengið afleitlega undanfarið og var í kringum fallsætin er flautað var til leiks í dag.Hornspyrna Gylfi skilaði marki á fjórðu mínútu. Spyrnan rataði á kollinn á Mason Holgate sem kom boltanum áfram á annan uppaldan Everton-mann, Tom Davies, sem kom boltanum yfir línuna.Þannig stóðu leikar í hálfleik en á fimmtu mínútu síðari hálfleiks jöfnuðu gestirnir metin. Þar var að verki Danny Ings eftir afleitan varnarleik gestanna frá Liverpool-borg.Sigurmarkið skoraði hins vegar Brasilíumaðurinn Richarlison, stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir frábæra fyrirgjöf Djibril Sidibe. Lokatölur 2-1.Eftir sigurinn er Everton í 13. sæti deildarinnar með fjórtán stig en vandræði Southampton halda áfram. Þeir eru í 19. sætinu með átta stig.Burnley rúllaði yfir West Ham á heimavelli. Ashley Barnes, Chris Wood og sjálfsmark Roberto, markvarðar West Ham, tryggðu Burnley sigurinn en Burnley í 9. sætinu eftir sigurinn. West Ham í því sextánda.Newcastle vann ansi góðan sigur gegn Bournemouth á heimavelli. Harry Wilson kom Bournemouth yfir en DeAndre Yedlin og Ciaran Clark tryggðu Newcastle sigurinn.Newcastle er komið upp í 11. sæti deildarinnar á meðan Bournemouth er áfram í 7. sætinu.Öll úrslit dagsins:

Chelsea - Crystal Palace 2-0

Burnley - West Ham 3-0

Newcastle - Bournemouth 2-1

Southampton - Everton 1-2

Tottenham - Sheffield United 1-1

17.30 Leicester - Arsenal

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.