Enski boltinn

Klopp kvartaði undan myndbandsdómgæslu eftir jafnteflið á Old Trafford

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp hefur ekki enn tekist að sigra á Old Trafford
Klopp hefur ekki enn tekist að sigra á Old Trafford
Jürgen Norbert Klopp, hinn síkáti og skemmtilegi þjálfari Liverpool, var vægast sagt ósáttur með varsjána eða myndbandsdómgæslu í leik liðsins geg Manchester United í gær. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og varð til þess að Liverpool tókst ekki að jafna met Chelsea frá 2005.

Í viðtali eftir leik sagði Klopp að mark Manchester United í leiknum sýndi fram á galla myndbandsdómgæslu og tilgangs hennar. Í aðdraganda marksins fékk Divock Origi smá snertingu frá Victor Lindelöf og hrundi í jörðina. Í reglum varðandi notkun myndbandsdómgæslu kemur fram að mistök dómara þurfa að vera augljós og þetta féll því ekki undir það.

Svo má deila um hvort þetta hafi í raun verið brot. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, benti á að fótbolti væri ekki körfubolti og því mættu menn rekast saman endrum og eins án þess að um brot væri að ræða.

Varðandi leikinn sjálfan þá var Klopp nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en Adam Lallana jafnaði metin þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

„Við áttum góð augnablik í síðari hálfleik en í fyrri hálfleik leyfðum við Manchester United að gera það sem þeir vildu, leyfðum þeim að vera árásagjarnir og vinna knöttinn út um allan völl,“ sagði Klopp eftir leik. 

„Nánast allt var á móti okkur í dag en við töpuðum ekki. Við áttum skilið stigið, ég er 100% viss um það,“ sagði Klopp að lokum.


Tengdar fréttir

Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu

Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×