Klopp kvartaði undan myndbandsdómgæslu eftir jafnteflið á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2019 07:00 Klopp hefur ekki enn tekist að sigra á Old Trafford Jürgen Norbert Klopp, hinn síkáti og skemmtilegi þjálfari Liverpool, var vægast sagt ósáttur með varsjána eða myndbandsdómgæslu í leik liðsins geg Manchester United í gær. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og varð til þess að Liverpool tókst ekki að jafna met Chelsea frá 2005. Í viðtali eftir leik sagði Klopp að mark Manchester United í leiknum sýndi fram á galla myndbandsdómgæslu og tilgangs hennar. Í aðdraganda marksins fékk Divock Origi smá snertingu frá Victor Lindelöf og hrundi í jörðina. Í reglum varðandi notkun myndbandsdómgæslu kemur fram að mistök dómara þurfa að vera augljós og þetta féll því ekki undir það. Svo má deila um hvort þetta hafi í raun verið brot. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, benti á að fótbolti væri ekki körfubolti og því mættu menn rekast saman endrum og eins án þess að um brot væri að ræða. Varðandi leikinn sjálfan þá var Klopp nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en Adam Lallana jafnaði metin þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við áttum góð augnablik í síðari hálfleik en í fyrri hálfleik leyfðum við Manchester United að gera það sem þeir vildu, leyfðum þeim að vera árásagjarnir og vinna knöttinn út um allan völl,“ sagði Klopp eftir leik. „Nánast allt var á móti okkur í dag en við töpuðum ekki. Við áttum skilið stigið, ég er 100% viss um það,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30 Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Jürgen Norbert Klopp, hinn síkáti og skemmtilegi þjálfari Liverpool, var vægast sagt ósáttur með varsjána eða myndbandsdómgæslu í leik liðsins geg Manchester United í gær. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og varð til þess að Liverpool tókst ekki að jafna met Chelsea frá 2005. Í viðtali eftir leik sagði Klopp að mark Manchester United í leiknum sýndi fram á galla myndbandsdómgæslu og tilgangs hennar. Í aðdraganda marksins fékk Divock Origi smá snertingu frá Victor Lindelöf og hrundi í jörðina. Í reglum varðandi notkun myndbandsdómgæslu kemur fram að mistök dómara þurfa að vera augljós og þetta féll því ekki undir það. Svo má deila um hvort þetta hafi í raun verið brot. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, benti á að fótbolti væri ekki körfubolti og því mættu menn rekast saman endrum og eins án þess að um brot væri að ræða. Varðandi leikinn sjálfan þá var Klopp nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en Adam Lallana jafnaði metin þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við áttum góð augnablik í síðari hálfleik en í fyrri hálfleik leyfðum við Manchester United að gera það sem þeir vildu, leyfðum þeim að vera árásagjarnir og vinna knöttinn út um allan völl,“ sagði Klopp eftir leik. „Nánast allt var á móti okkur í dag en við töpuðum ekki. Við áttum skilið stigið, ég er 100% viss um það,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30 Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30
Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15