Enski boltinn

Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp í leiknum gegn Manchester United
Klopp í leiknum gegn Manchester United Vísir/Getty
Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð.

Leik dagsins lauk með 1-1 jafntefli og eflaust var Mourinho, sem var á vellinum að vinna fyrir Sky Sports, eflaust sáttur að halda í metið sitt. 

Tímabilið 2005/2006 hóf Chelsea, með Eið Smára Guðjohnsen innanborðs, ensku úrvalsdeildina með níu sigurleikjum í röð áður en liðið gerði nokkuð óvænt 1-1 jafntefli við Everton. Í leikjunum níu skoraði Chelsea 23 mörk, fékk aðeins þrjú á sig ásamt því að halda hreinu sex sinnum.

Í ár hefur Liverpool skorað 21 mark, fengið á sig sjö og haldið tvisvar hreinu.

Leikir Chelsea 2005/2006

Wigan Athletic 0-1 Chelsea

Chelsea 1-0 Arsenal

Chelsea 4-0 West Bromwich Albion

Tottenham Hotspur 0-2 Chelsea

Chelsea 2-0 Sunderland

Charlton 0-2 Chelsea

Chelsea 2-1 Aston Villa

Liverpool 1-4 Chelsea

Chelsea 5-1 Bolton Wanderers

Leikir Liverpool 2019/2020

Liverpool 4-1 Norwich City

Southampton 1-2 Liverpool

Liverpool 3-1 Arsenal

Burnley 0-3 Liverpool

Liverpool 3-1 Newcastle United

Chelsea 1-2 Liverpool

Sheffield United 0-1 Liverpool

Liverpool 2-1 Leicester City


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×