Enski boltinn

Hent út af Old Traf­ford eftir rasísk köll í átt að Trent Alexander-Arn­old

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trent í eldlínunni í leiknum.
Trent í eldlínunni í leiknum. vísir/getty
Stuðningsmanni Manchester United var hent út af Old Trafford á meðan leik Man. United og Liverpool fór fram.

Stuðningsmaðurinn hreytti ókvæðsorðum í hægri bakvörð Liverpool, Trent Alexander-Arnold, en stuðningsmaðurinn notaði meðal annars rasísk fúkyrði.

Hann sat í Streetford End stúkunni og þeir sem sátu í kringum umræddan stuðningsmann voru fljótir að láta öryggisverði vita. Manninum var svo hent út af vellinum.







United hefur nú hafið rannsókn með lögreglunni í Manchester sem er kunnugt um atvikið en í yfirlýsingu frá United segir að það sé forgangsatriði hjá félaginu að afgreiða þetta mál.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Marcus Rashford kom United yfir í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik jafnaði Adam Lallana og þar við sat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×