Enski boltinn

Hent út af Old Traf­ford eftir rasísk köll í átt að Trent Alexander-Arn­old

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trent í eldlínunni í leiknum.
Trent í eldlínunni í leiknum. vísir/getty

Stuðningsmanni Manchester United var hent út af Old Trafford á meðan leik Man. United og Liverpool fór fram.

Stuðningsmaðurinn hreytti ókvæðsorðum í hægri bakvörð Liverpool, Trent Alexander-Arnold, en stuðningsmaðurinn notaði meðal annars rasísk fúkyrði.

Hann sat í Streetford End stúkunni og þeir sem sátu í kringum umræddan stuðningsmann voru fljótir að láta öryggisverði vita. Manninum var svo hent út af vellinum.

United hefur nú hafið rannsókn með lögreglunni í Manchester sem er kunnugt um atvikið en í yfirlýsingu frá United segir að það sé forgangsatriði hjá félaginu að afgreiða þetta mál.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Marcus Rashford kom United yfir í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik jafnaði Adam Lallana og þar við sat.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.