Þrátt fyrir að starfandi yfirmaður leyniþjónustumála hafi nýverið sagt að uppljóstrarinn hafi lagt fram kvörtun í góðri trú og réttast væri að vernda friðhelgi hans, hafa forsetinn og bandamenn hans sagt að réttast væri að afhjúpa hann. Trump sjálfur hefur sagst vilja hitta hann og krefst þess að hann eigi rétt á því.
Lögfræðingar segja Trump-liða í raun geta afhjúpað uppljóstrarann án nokkurra afleiðinga.
„Ef hann langar að eyðileggja líf þessa aðila, þá er ekki mikið sem getur stoppað hann,“ sagði lögmaðurinn Bradley P. Moss, sem sérhæfir sig í málefnum uppljóstrara, við Washington Post um Trump.
Þá hefur Trump sagt að hann sé að reyna að komast að því hver uppljóstrarinn væri og í tísti sem hann birti í gær skrifaði hann: „HVER BREYTTI LANGVARANDI LÖGUM UM UPPLJÓSTRARA RÉTT FYRIR BIRTINGU FÖLSKU UPPLJÓSTRARAKVÖRTUNINAR? ÞURRKUM UPP FENIÐ!“
Michael Atkinson sem skipaður var í embætti innri endurskoðanda leyniþjónusta Bandaríkjanna af Trump, sendi út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann sagði forsetann hafa rangt fyrir sér. Reglunum hefði ekki verið breytt og fór Atkinson einnig út í það hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun uppljóstrarans væri trúverðug og áríðandi.
Forsetinn hefur þar að auki sagt að uppljóstrarinn sé njósnari og gefið í skyn að taka ætti hann af lífi.
Nú í morgun setti forsetinn like við svokallað „meme“ á Twitter. Þar er um að ræða mynd frá 2013 þar sem látið er líta út fyrir að Trump segi: „Uppljóstrarar fá saumspor. Það er verra að vera „rotta“ en að vera glæpamaður." (Lauslega þýtt)

Þá sagði Bakaj í tísti í gær að skjólstæðingur sinn ætti rétt á friðhelgi og því að verða ekki fyrir hefndaraðgerðum samkvæmt lögum. Að koma upp um hann væri brot á alríkislögum.
IC WB UPDATE: The Intel Community Whistleblower is entitled to anonymity. Law and policy support this and the individual is not to be retaliated against. Doing so is a violation of federal law.
— Andrew P. Bakaj (@AndrewBakaj) September 30, 2019