Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2019 23:00 Þingmaðurinn Adam Schiff stýrir aðgerðum Demókrata varðandi ákæruferlið að miklu leyti. AP/Andrew Harnik Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sagði það vegna áhyggja af því að Trump hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég tel það mikilvægt að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna og komast að því hvort að Trump hafi í samtölum við aðra leiðtoga, og þá sérstaklega við Pútín, grafið undan öryggi okkar með aðgerðum sem hann taldi að myndu hagnast honum sjálfum,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í dag.Í ljós hefur komið að starfsmenn Trump reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Volodomyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að hefja rannsókn á Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans. Gögn um það símtal voru færð úr tölvukerfinu þar sem slík gögn eru iðulega geymd og komið sérstaklega fyrir í tölvukerfi sem inniheldur leynileg gögn og mun færri hafa aðgang að.Sjá einnig: Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð„Ef þessi samtöl við Pútín og aðra leiðtoga eru geymd í sama tölvukerfi, sem er ætlað fyrir leynilegt gögn en ekki gögn sem þessi, ef það hafa verið gerðar tilraunir til að fela slíkar upplýsingar, þá erum við staðráðin í að komast að því,“ sagði Schiff. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að stuðningur við ákæru á hendur Trump fyrir embættisbrot jókst í síðustu viku. Demókratar vonast til þess að hann muni aukast meira en Repúblikanar halda í þá von að þeir muni græða á kærunni til lengri tíma séð. Trump sjálfur segir ekkert hafa verið að símtalinu við Zelensky og sakar Demókrata um nornaveiðar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sagði það vegna áhyggja af því að Trump hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég tel það mikilvægt að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna og komast að því hvort að Trump hafi í samtölum við aðra leiðtoga, og þá sérstaklega við Pútín, grafið undan öryggi okkar með aðgerðum sem hann taldi að myndu hagnast honum sjálfum,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í dag.Í ljós hefur komið að starfsmenn Trump reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Volodomyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að hefja rannsókn á Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans. Gögn um það símtal voru færð úr tölvukerfinu þar sem slík gögn eru iðulega geymd og komið sérstaklega fyrir í tölvukerfi sem inniheldur leynileg gögn og mun færri hafa aðgang að.Sjá einnig: Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð„Ef þessi samtöl við Pútín og aðra leiðtoga eru geymd í sama tölvukerfi, sem er ætlað fyrir leynilegt gögn en ekki gögn sem þessi, ef það hafa verið gerðar tilraunir til að fela slíkar upplýsingar, þá erum við staðráðin í að komast að því,“ sagði Schiff. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að stuðningur við ákæru á hendur Trump fyrir embættisbrot jókst í síðustu viku. Demókratar vonast til þess að hann muni aukast meira en Repúblikanar halda í þá von að þeir muni græða á kærunni til lengri tíma séð. Trump sjálfur segir ekkert hafa verið að símtalinu við Zelensky og sakar Demókrata um nornaveiðar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30
Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59