Erlent

Níu gripnir í Kata­lóníu

Atli Ísleifsson skrifar
Spænska lögreglan lét til skarar skríða á tíu stöðum í morgun.
Spænska lögreglan lét til skarar skríða á tíu stöðum í morgun. ETA
Lögregla á Spáni hefur handtekið níu manns vegna gruns um að skipuleggja ofbeldisverk. Spænska lögreglan greindi frá handtökunum í morgun.Að sögn La Vanguardia var fólkið handtekið í samræmdum aðgerðum lögreglu, meðal annars í bæjunum Sabadell og Parets del Vallès.Heimildir blaðsins herma að hinir handteknu séu katalónskir aðskilnaðarsinnar og var meðal annars lagt hald á efni til sprengjugerðar.Baráttuaðferðir katalónskra aðskilnaðarsinna hafa einkennst af fjöldamótmælum, öfugt við aðskilnaðarhreyfingu Baska undir lok tuttugustu aldarinnar sem beitti sprengjuárásum og skæruhernað. Aðskilnaðarhreyfing Baska (ETA) lagði endanlega niður vopn á síðasta ári.Þing Katalóníu lýsti yfir sjálfstæði árið 2017 en yfirlýsingin var úrskurðuð ólögleg af spænskum dómstólum. Búist er við að dómur falli yfir tólf af leiðtogum aðskilnaðarsinna fyrri hluta október.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.