Spánn

Fréttamynd

Vill að stærsti flokkurinn fái að ráða öllu

Leiðtogi hægri manna á Spáni hefur lagt til að ekki þurfi lengur að mynda meirihlutastjórnir í bæjar- og borgarstjórnum landsins. Sá flokkur sem fái flest atkvæði í kosningum fái einfaldlega að ráða öllu. Sósíalistar segja tillöguna lélegan brandara.

Erlent
Fréttamynd

Myrti meðhjálpara með sveðju og særði prest

Maður vopnaður sveðju myrti meðhjálpara og særði prest alvarlega í árásum við tvær kirkjur í borginni Algeciras á Spáni í gærkvöldi. Þrír aðrir eru sagðir særðir en mögulegt er að árásirnar verði skilgreindar sem hryðjuverk en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni

Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna.

Erlent
Fréttamynd

„Sáum okkur leik á borði“

Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri

Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum.

Erlent
Fréttamynd

Flett ofan af um­fangs­miklu peninga­þvætti Rússa á Spáni

Spænska lögreglan hefur flett ofan af rússneskri mafíu sem teygir sig víða um Spán, og reyndar víða um Evrópu. Glæpasamtökin stunda peningaþvætti og hafa fjárfest í fasteignum á Spáni fyrir 25 milljónir evra. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hefur útvegað spænsku lögreglunni þúsundir skjala sem gerðu henni kleift að grípa til aðgerða.

Erlent
Fréttamynd

Leiðinda­veður á Tenerife yfir jólin

Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Syngjandi jólalottó Spánverja

Í hugum flestra Spánverja hefjast jólin í rauninni 22. desember. Þá er dregið í spænska jólalottóinu sem er eitt elsta og stærsta lottó veraldar.

Erlent
Fréttamynd

Spánn: Eina land Evrópu sem heldur í grímuskyldu

Spánn er eina landið í Evrópu þar sem enn er skylda að nota grímur í öllum almenningssamgöngum, þar á meðal þegar flogið er á milli landa. Spænsk flugfélög og ferðaskrifstofur mótmæla þessu ákaft og segja þetta hafa skaðleg áhrif á viðskiptin.

Erlent
Fréttamynd

Marokkó sendi Spánverja heim eftir sigur í vítaspyrnukeppni

Marokkó tryggði sér sæti í átta liða úrslitum HM í Katar með því að leggja Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-0. Staðan var enn markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, en það voru þeir marokkósku sem höfðu sterkari taugar á vítapunktinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gengu í geimnum til að setja upp sólar­sellur

Tveir bandarískir geimfarar fóru í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu í gær. Verkefni þeirra var að festa tvær nýjar raðir af sólarsellum utan á geimstöðina. Geimstöðin hefur ný birt myndband frá göngunni.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.