Íslenski boltinn

KR getur jafnað stigametið með sigri í Kópavoginum á lokaumferðinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR fékk Íslandsmeistaratitilinn afhentan eftir sigur á FH, 3-2, í gær.
KR fékk Íslandsmeistaratitilinn afhentan eftir sigur á FH, 3-2, í gær. vísir/daníel
Ef KR vinnur Breiðablik á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á laugardaginn jafnar liðið stigametið í tólf liða efstu deild á Íslandi.

KR 2013 og Stjarnan 2014 eiga stigametið í tólf liða deild, sem er 52 stig. KR er með 49 stig í Pepsi Max-deildinni þegar einni umferð er ólokið.

Líkt og núna var Rúnar Kristinsson þjálfari KR þegar liðið fékk 52 stig 2013. Þá, líkt og nú, tryggði KR sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda.

Nafni Rúnars, Páll Sigmundsson, var þjálfari Stjörnunnar þegar liðið varð Íslandsmeistari 2014 án þess að tapa leik.

Frá því tólf liða deild var tekin upp 2008 hafa fjögur Íslandsmeistaralið fengið 50 stig eða meira. Eins og áður sagði náðu KR 2013 og Stjarnan 2014 í 52 stig, FH fékk 51 stig 2009 og Valur 50 stig fyrir tveimur árum.

Þegar Rúnar gerði KR fyrst að Íslandsmeisturum 2011 fékk liðið 47 stig. KR-ingar töpuðu aðeins einum leik það tímabil en gerðu átta jafntefli og unnu 13 leiki. Tveimur árum síðar vann KR 17 af 22 leikjum, gerði eitt jafntefli og tapaði fjórum leikjum. KR 2013 á metið yfir flesta sigurleiki í tólf liða deild.

KR hefur unnið 15 leiki í ár. Vinni liðið Breiðablik á laugardaginn jafnar það met FH 2009 yfir næstflesta sigurleiki í tólf liða deild.

Flest stig í tólf liða deild (2008-):

52 - KR 2013, Stjarnan 2014

51 - FH 2009

50 - Valur 2017

49 - FH 2012

48 - FH 2015

47 - FH 2008, KR 2011

46 - Valur 2018

44 - Breiðablik 2010

43 - FH 2016


Tengdar fréttir

Fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum fyrir utan Grund

Pálmi Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson fögnuðu Íslandsmeistaratitli KR fyrir utan Elliheimilið Grund en þeir birtu myndir af því eftir að bikarinn fór á loft í Vesturbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×