Íslenski boltinn

Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona

Skúli og félagar fagna.
Skúli og félagar fagna. vísir/daníel
„Mér líður skringilega,“ sagði klökkur Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, um sinn síðasta leik á Meistaravöllum en Skúli leggur skóna á hilluna að tímabilinu loknu. KR vann 3-2 sigur á FH fyrr í dag og lyfti svo titlinum eftir leikinn.„Að fá að enda þetta svona, ég get ekki beðið um meira.Fínn leikur í dag, ekki okkar besti leikur í sumar en frábært að enda þetta á sigri áður en við lyftum bikarnum,“ sagði Skúli um leik dagsins. „Það er erfitt að gíra sig en það er gaman. Mögulega of gaman og of mikil stemmning eins og sást í byrjun hjá okkur var pínu óöryggi en svo þegar við komumst í ryðmann þá var þetta aldrei spurning,“ sagði Skúli Jón að lokum.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.