Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: KR-ingarnir fóru með bikarinn heim

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óskar og Pálmi léttir.
Óskar og Pálmi léttir. mynd/krreykjavík

Pálmi Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson lyftu Íslandsmeistarabikarnum í gær eftir 3-2 sigur KR á FH í Pepsi Max-deildinni en KR-ingar tryggðu sér titilinn um síðustu helgi.

Myndin vakti mikla athygli og Pepsi Max-mörkin tóku umræðuna í þætti sínum í gærkvöldi.

„Við sjáum þarna KR-ingana fara með bikarinn heim. Þetta er glæsilegt. Standa fyrir utan heimilið sitt. Þetta er voða skemmtilegt,“ sagði Máni Pétursson.

„Þeir eru að gera grín að umræðunni og eru léttir á því. Þeir eiga það alveg skilið,“ bætti Atli Viðar Björnsson við áður en Máni tók aftur við boltanum:

„Við, einhverjir misvitrir menn sem köllum okkur sérfræðinga, segjum alls konar vitleysu og rugl í loftið. Þá verður þjálfarinn að grípa umræðuna og nýta sér umræðuna í stað þess að vorkenna sér.“


Klippa: Pepsi Max-mörkin: KR heimsótti Elliheimilið GrundAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.