Íslenski boltinn

Fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum fyrir utan Grund

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pálmi og Óskar með bikarinn.
Pálmi og Óskar með bikarinn. mynd/twitter/pálmirafn

Pálmi Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson fögnuðu Íslandsmeistaratitli KR fyrir utan Elliheimilið Grund en þeir birtu myndir af því eftir að bikarinn fór á loft í Vesturbænum.

KR varð Íslandsmeistari um síðustu helgi er liðið tryggði sér titilinn gegn Val á heimavelli en þeir fengu svo titilinn afhentan í dag er liðið vann 3-2 sigur á FH.

Einhverjir sparkspekingar ræddu um það fyrir mótið að KR-liðið væri orðið of gamalt en Pálmi er 34 ára og Óskar 35. Þeir stungu hins vegar upp í þá sérfræðinga og birtu myndina væntanlega þeim til heiðurs.

Pálmi og Óskar voru báðir frábærir í KR-liðinu í sumar og spiluðu stóran þátt í því að liðið varð meistari en liðið er með ellefa stiga forystu er ein umferð er eftir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.