Íslenski boltinn

Fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum fyrir utan Grund

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pálmi og Óskar með bikarinn.
Pálmi og Óskar með bikarinn. mynd/twitter/pálmirafn
Pálmi Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson fögnuðu Íslandsmeistaratitli KR fyrir utan Elliheimilið Grund en þeir birtu myndir af því eftir að bikarinn fór á loft í Vesturbænum.KR varð Íslandsmeistari um síðustu helgi er liðið tryggði sér titilinn gegn Val á heimavelli en þeir fengu svo titilinn afhentan í dag er liðið vann 3-2 sigur á FH.Einhverjir sparkspekingar ræddu um það fyrir mótið að KR-liðið væri orðið of gamalt en Pálmi er 34 ára og Óskar 35. Þeir stungu hins vegar upp í þá sérfræðinga og birtu myndina væntanlega þeim til heiðurs.Pálmi og Óskar voru báðir frábærir í KR-liðinu í sumar og spiluðu stóran þátt í því að liðið varð meistari en liðið er með ellefa stiga forystu er ein umferð er eftir.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.