Enski boltinn

Enn aukast varnarvandræði City: Stones frá í fimm vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stones missir af næstu leikjum Manchester City.
Stones missir af næstu leikjum Manchester City. vísir/getty

John Stones, varnarmaður Manchester City, verður frá keppni í um fimm vikur vegna meiðsla.

Aymeric Laporte er einnig á meiðslalistanum og Nicolás Otemendi er því eini leikfæri miðvörður Englandsmeistaranna.

Pep Guardiola gæti brugðið á það ráð að nota Fernandinho eða Kyle Walker við hlið Otemendis í vörn City á næstu vikum.

Varnarleikur City var ekki góður í 3-2 tapinu fyrir Norwich City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og fréttir dagsins bæta gráu ofan á svart.

Annað kvöld sækir City Shakhtar Donetsk heim í Meistaradeild Evrópu. Á laugardaginn tekur City svo á móti Watford í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.