Enski boltinn

Enn aukast varnarvandræði City: Stones frá í fimm vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stones missir af næstu leikjum Manchester City.
Stones missir af næstu leikjum Manchester City. vísir/getty
John Stones, varnarmaður Manchester City, verður frá keppni í um fimm vikur vegna meiðsla.Aymeric Laporte er einnig á meiðslalistanum og Nicolás Otemendi er því eini leikfæri miðvörður Englandsmeistaranna.Pep Guardiola gæti brugðið á það ráð að nota Fernandinho eða Kyle Walker við hlið Otemendis í vörn City á næstu vikum.Varnarleikur City var ekki góður í 3-2 tapinu fyrir Norwich City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og fréttir dagsins bæta gráu ofan á svart.Annað kvöld sækir City Shakhtar Donetsk heim í Meistaradeild Evrópu. Á laugardaginn tekur City svo á móti Watford í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.