Pukki með mark og stoðsendingu þegar nýliðarnir unnu meistarana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pukki fagnar marki sínu.
Pukki fagnar marki sínu. vísr/getty
Norwich City varð í dag fyrst liða til að vinna Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Lokatölur 3-2, Norwich í vil.Finnski framherjinn Teemu Pukki skoraði eitt mark í leiknum og lagði annað upp. Hann hefur skorað 16 mörk í síðustu 16 leikjum sínum fyrir Norwich og finnska landsliðið.Kenny McLean kom Norwich yfir með skalla eftir hornspyrnu Emi Buendía á 18. mínútu. Tíu mínútum síðar jók Todd Cantwell muninn í 2-0 með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Pukki.Sergio Agüero minnkaði muninn í 2-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks með skalla eftir sendingu Bernardos Silva.Eftir aðeins fimm mínútur í seinni hálfleik kom Pukki Norwich í 3-1 eftir sendingu frá Buendía. Þetta var sjötta deildarmark hans á tímabilinu.Rodri minnkaði muninn í 3-2 á 88. mínútu en nær komst City ekki og Norwich fagnaði óvæntum sigri. Kanarífuglarnir eru í 12. sæti deildarinnar með sex stig.Englandsmeistarar City eru í 2. sætinu með tíu stig, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.