Enski boltinn

„Eigum við að óska Liverpool til hamingju með titilinn?“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guardiola og hans menn fóru tómhentir frá Carrow Road.
Guardiola og hans menn fóru tómhentir frá Carrow Road. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var kaldhæðinn í svörum eftir tapið fyrir Norwich City, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær.



Liverpool er með fimm stiga forskot á City á toppi deildarinnar eftir fimm umferðir.



„Fimm stig eru fimm stig en það er september,“ sagði Guardiola.



„Hvað eigum við að gera? Óska Liverpool til hamingju með titilinn. Mér dettur ekki í hug að efast um mína menn.“



City hefur þegar tapað fimm stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Á öllu síðasta tímabili tapaði liðið aðeins 16 stigum.



Næsti leikur City er gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.